Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:52 Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. Þegar skipið varð aflvana á sunnudaginn var það statt um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til Íslands. Þegar skipverjar um borð í varðskipinu Þór fengu beiðnina voru þeir staddir úti fyrir Breiðafirði. Það tók varðskipið um 40 klukkustundir að komast að flutningaskipinu sem hafði þá rekið töluvert eða inn í írska efnahagslögsögu. „Það gekk bara mjög vel að taka skipið í tog. Við létum skipverja hafa hérna vatn í leiðinni og síðan erum við búin að sigla þetta heim,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra varðskipsins Þórs. Ferðin er lengsta ferð Þórs með skip í drætti. Ferð Þórs frá því beiðnin um aðstoð barst þar til skipið kom til Reykjavíkur tók 111 klukkustundir. „Maður hafði áhyggjur af mönnunum um borð. Hvernig aðbúnaðurinn var. Þetta er skip sem er aflvana. Það eru engar ljósvélar eða aðalvélar eða spil sem hægt er að nota til að hífa eins og búnaðinn okkar en þeir sögðu alltaf þegar við vorum að bjóða þeim, hvort það var vatn eða matvæli, að það færi bara vel um þá,“ segir Sigurður Steinar. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. Þegar skipið varð aflvana á sunnudaginn var það statt um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til Íslands. Þegar skipverjar um borð í varðskipinu Þór fengu beiðnina voru þeir staddir úti fyrir Breiðafirði. Það tók varðskipið um 40 klukkustundir að komast að flutningaskipinu sem hafði þá rekið töluvert eða inn í írska efnahagslögsögu. „Það gekk bara mjög vel að taka skipið í tog. Við létum skipverja hafa hérna vatn í leiðinni og síðan erum við búin að sigla þetta heim,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra varðskipsins Þórs. Ferðin er lengsta ferð Þórs með skip í drætti. Ferð Þórs frá því beiðnin um aðstoð barst þar til skipið kom til Reykjavíkur tók 111 klukkustundir. „Maður hafði áhyggjur af mönnunum um borð. Hvernig aðbúnaðurinn var. Þetta er skip sem er aflvana. Það eru engar ljósvélar eða aðalvélar eða spil sem hægt er að nota til að hífa eins og búnaðinn okkar en þeir sögðu alltaf þegar við vorum að bjóða þeim, hvort það var vatn eða matvæli, að það færi bara vel um þá,“ segir Sigurður Steinar.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira