Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2016 11:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður. Vísir/Pjetur Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti