Nánast óheyrt að fólk biðji um líknardráp Una Sighvatsdóttir skrifar 14. janúar 2016 20:00 Lítil sem engin umræða hefur farið fram hér á landi um lögleiðingu líknardráps. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Siðmenntar virðast þó þrír af hverjum fjórum Íslendingum hlynntir líknardrápi en aðeins 7% andvíg. Þótt dæmi séu þess að Íslendingar hafi farið til meginlands Evrópu til að fá læknisaðstoð við sjálfsvíg segir Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild Landspítalans, að í 25 ára starfi hafi innan við fimm sjúklingar gert slíka kröfu. „Það kemur ótrúlega sjaldan upp. Margir ræða þessar hugsanir sínar, sem er mjög skiljanlegt og maður tekur alltaf þessa umræðu, skoðar stöðuna og veltir upp hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Stundum er þetta hluti af þunglyndi,stundum er þetta mjög ákveðin lífsskoðun, en það eru afar, afar fáir sem óska eftir því að fá deyðandi sprautu," segir Valgerður.Í könnun Siðmenntar sögðust tveir af hverjum þremur hlyntir líknardrápi en aðeins 7,1% voru andvíg.Lífslöngun Niðurstöður könnunar Siðmenntar gefa til kynna vaxandi stuðning við líknardráp því síðast þegar afstaða Íslendinga var könnuð til líknardráps, af Pricewaterhouse Coopers árið 2001, var tæplega helmingur (46,6%) landsmanna fylgjandi en þriðjungur andvígur. Valgerður segir nýju tölurnar ekki koma á óvart því þær séu sambærilegar við skoðanakannanir á nágrannalöndunum. „Mín skoðun er sú að þetta liggi svolítið í tíðarandanum, að fólk vill hafa stjórn á öllu í lífi sínu og telur sig geta það. Það er ekki fyrr en maður lendir í annarri aðstöðu sem maður uppgötvar að maður hefur ekki öll völd." Hún segir fullkomlega skiljanlegt að slíkar vangaveltur kvikni á erfiðum tímum. „Þegar fólk verður fyrir áföllum kemur allur tilfinningaskalinn fram og það hvarflar að manni hvort ekki sé best að hætta þessu öllu saman. Það er bara eðlilegur hluti af því að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Hinsvegar sýni erlendar rannsóknir að fólk hafi sterkari skoðanir á líknardrápi eftir því sem það stendur fjær dauðanum. „Svo þegar dauðinn blasir við og fólk skynjar að það á lítinn tíma eftir, þá styrkist lífslöngunin aftur og hver stund verður dýrmætari."Frá líknardeild Landspítala þar sem boðið er upp á meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði fólks með ólæknandi sjúkdóma.Heilbrigðisstarfsmenn vilja fæstir framkvæma líknardráp Frelsi einstaklingsins til að deyja er ein helsta röksemdin fyrir líknardrápi. Um leið vaknar sú spurningin hvort sjálfræði sjúklingsins takmarkist ekki við frelsi heilbrigðisstarfsfólks til að deyða ekki annan mann. Fyrir 20 árum var gerð íslensk könnun um viðhorf heilbrigðisstarfsmanna sem sýndi að aðeins 2% þeirra gátu hugsað sér að verða við sjúklings um líknardráp. Valgerður er ekki sammála því sem sumir halda fram að aðeins sé stigsmunur á líknandi meðferð annars vegar og líknardrápi hinsvegar. „Það er meira en stigsmunur því markmiðin eru mjög ólík. Markmið líknardráps er að deyða sjúklinginn, að drepa hann í raun og veru, en markmið líknandi meðferðar er að lina þjáningu. Og í líknardrápi þá gefurðu bara einn skammt, dauðlegan skammt. Í líknarmeðferð notarðu margskonar lyf og miðar alla skammta við einstaklinginn til að reyna að halda eins mikilli færni og meðvitund og hægt er eða einstaklingur óskar. Þannig að fyrir mér er þetta meira en stigsmunur, það er algjör eðlismunur."Enginn vill deyja í þraut og þjáningu Hún bendir jafnframt á að mikil framþróun hafi orðið í líknandi meðferð undanfarinn rúman áratug. „Það vill enginn deyja í þraut og þjáningu, en það er hægt að gera mjög mikið, svo óskaplega margt til þess að fólki líði betur." Fyrst og fremst telur hún þó sýnt að frekari rannsókna og umræðu sé þörf um líknardráp. „Það er náttúrulega pólitísk ákvörðun sem þarf að taka, en fyrst og fremst þarf að ræða þessa hluti. Alveg eins og umræðan um dauðann. Þetta eru hlutir sem ekki eru almennt ræddir en þurfa að ræðast því samfélag okkar er að breytast mjög mikið." Tengdar fréttir Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Lítil sem engin umræða hefur farið fram hér á landi um lögleiðingu líknardráps. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Siðmenntar virðast þó þrír af hverjum fjórum Íslendingum hlynntir líknardrápi en aðeins 7% andvíg. Þótt dæmi séu þess að Íslendingar hafi farið til meginlands Evrópu til að fá læknisaðstoð við sjálfsvíg segir Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild Landspítalans, að í 25 ára starfi hafi innan við fimm sjúklingar gert slíka kröfu. „Það kemur ótrúlega sjaldan upp. Margir ræða þessar hugsanir sínar, sem er mjög skiljanlegt og maður tekur alltaf þessa umræðu, skoðar stöðuna og veltir upp hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Stundum er þetta hluti af þunglyndi,stundum er þetta mjög ákveðin lífsskoðun, en það eru afar, afar fáir sem óska eftir því að fá deyðandi sprautu," segir Valgerður.Í könnun Siðmenntar sögðust tveir af hverjum þremur hlyntir líknardrápi en aðeins 7,1% voru andvíg.Lífslöngun Niðurstöður könnunar Siðmenntar gefa til kynna vaxandi stuðning við líknardráp því síðast þegar afstaða Íslendinga var könnuð til líknardráps, af Pricewaterhouse Coopers árið 2001, var tæplega helmingur (46,6%) landsmanna fylgjandi en þriðjungur andvígur. Valgerður segir nýju tölurnar ekki koma á óvart því þær séu sambærilegar við skoðanakannanir á nágrannalöndunum. „Mín skoðun er sú að þetta liggi svolítið í tíðarandanum, að fólk vill hafa stjórn á öllu í lífi sínu og telur sig geta það. Það er ekki fyrr en maður lendir í annarri aðstöðu sem maður uppgötvar að maður hefur ekki öll völd." Hún segir fullkomlega skiljanlegt að slíkar vangaveltur kvikni á erfiðum tímum. „Þegar fólk verður fyrir áföllum kemur allur tilfinningaskalinn fram og það hvarflar að manni hvort ekki sé best að hætta þessu öllu saman. Það er bara eðlilegur hluti af því að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Hinsvegar sýni erlendar rannsóknir að fólk hafi sterkari skoðanir á líknardrápi eftir því sem það stendur fjær dauðanum. „Svo þegar dauðinn blasir við og fólk skynjar að það á lítinn tíma eftir, þá styrkist lífslöngunin aftur og hver stund verður dýrmætari."Frá líknardeild Landspítala þar sem boðið er upp á meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði fólks með ólæknandi sjúkdóma.Heilbrigðisstarfsmenn vilja fæstir framkvæma líknardráp Frelsi einstaklingsins til að deyja er ein helsta röksemdin fyrir líknardrápi. Um leið vaknar sú spurningin hvort sjálfræði sjúklingsins takmarkist ekki við frelsi heilbrigðisstarfsfólks til að deyða ekki annan mann. Fyrir 20 árum var gerð íslensk könnun um viðhorf heilbrigðisstarfsmanna sem sýndi að aðeins 2% þeirra gátu hugsað sér að verða við sjúklings um líknardráp. Valgerður er ekki sammála því sem sumir halda fram að aðeins sé stigsmunur á líknandi meðferð annars vegar og líknardrápi hinsvegar. „Það er meira en stigsmunur því markmiðin eru mjög ólík. Markmið líknardráps er að deyða sjúklinginn, að drepa hann í raun og veru, en markmið líknandi meðferðar er að lina þjáningu. Og í líknardrápi þá gefurðu bara einn skammt, dauðlegan skammt. Í líknarmeðferð notarðu margskonar lyf og miðar alla skammta við einstaklinginn til að reyna að halda eins mikilli færni og meðvitund og hægt er eða einstaklingur óskar. Þannig að fyrir mér er þetta meira en stigsmunur, það er algjör eðlismunur."Enginn vill deyja í þraut og þjáningu Hún bendir jafnframt á að mikil framþróun hafi orðið í líknandi meðferð undanfarinn rúman áratug. „Það vill enginn deyja í þraut og þjáningu, en það er hægt að gera mjög mikið, svo óskaplega margt til þess að fólki líði betur." Fyrst og fremst telur hún þó sýnt að frekari rannsókna og umræðu sé þörf um líknardráp. „Það er náttúrulega pólitísk ákvörðun sem þarf að taka, en fyrst og fremst þarf að ræða þessa hluti. Alveg eins og umræðan um dauðann. Þetta eru hlutir sem ekki eru almennt ræddir en þurfa að ræðast því samfélag okkar er að breytast mjög mikið."
Tengdar fréttir Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00
Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00