Vignir Svavarsson og Arnór Þór Gunnarsson fengu í magann en eru orðnir fínir. Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist á hné á æfingu í gær en það fór ekki eins illa og leit út fyrir í fyrstu. Hann var með á æfigunnni í dag.
Bjarki Már Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli sömuleiðis en segist vera klár í slaginn. Alexander Petersson er sem fyrr takmarkaður engu að síður.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari er búinn að ákveða 16 manna hópinn fyrir leikinn á morgun en hann er með 17 leikmenn hér úti í Katowice. Einn þarf því að sitja upp í stúku á morgun.
Aron mun tilkynna leikmönnum hvernig hópurinn verður á liðsfundi síðar í dag.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).



