Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. janúar 2016 07:00 46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira