Hvað getur maður sagt? Mikael Torfason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00 Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30 Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för.
Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00
Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30
Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00
Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun