Kaupþingsmenn: Stærstu mistökin að hafa treyst á kerfið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2016 20:34 Kaupþingsmenn segja fangelsismálastjóra reyna að draga fram þá mynd að um sé að ræða gjörsamlega siðspillta menn. vísir/þorbjörn Kaupþingsmenn í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju segja að ekki sé hægt að skilja ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar öðruvísi en að þeir hafi reynt að múta honum og óskað eftir áfengum drykkjum með mat, sem þeir vísa alfarið á bug. Þeir segja jafnframt að það hafi verið mistök að mæta ekki oftar í viðtöl í fjölmiðla eftir hrun til að svara ásökunum á hendur sér.Sú mynd dregin fram að um sé að ræða siðspillta menn Ólafur Ólafsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson voru til viðtals í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld en þeir kvörtuðu á dögunum til umboðsmanns Alþingis, meðal annars því þeim fannst fangelsismálastjóri hafa gengið of langt með ummælum í fjölmiðlum um ýmsar kröfur fanga á Kvíabryggju. „Þessi umræða sem fangelsismálastjóri er að draga fram og sú mynd sem gerð er af okkur, að við séum gjörsamlega siðspilltir menn; viljum vín og viljum fá að ríða hér út á hestum með pela í vasa, hafa hér spa og heilsulind og séum að múta embættismönnum, þá auðvitað verður fólk reitt, ef það heyrir embættismenn tala svona um einstaklinga. Að við séum virkilega svona fólk. Þess vegna urðum við, urðum að bregðast við,“ sagði Ólafur.„Þetta er skelfileg aðför að þessu fólki og samfélagið mun skammast sín fyrir þetta þegar fram líður," sagði Ólafur en hann var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008.Vísir/VilhelmSigurður sagði að í upphafi hafi þeir yppt öxlum yfir ummælum forstjórans. „Við hugsuðum að þetta hljóti bara að vera ein mistök. En síðan kom hver vitleysan á fætur annarri. Þessar Michael Moore upptökur, umfjöllun um mútur sem reynt var að tengja okkur við og svo framvegis, þannig að á endanum voru menn búnir að fá nóg.“Komu alls staðar að lokuðum dyrum Magnús tók undir þessi orð. Fangelsismálastjóri hefði átt að koma hreint fram ef um mútur væri að ræða – jafnvel fara fram á að ákæra yrði gefin út. Þá sagði hann að þeir hefðu komið að lokuðum dyrum alls staðar í kerfinu hvað þessi ummæli varði. Því hafi verið leitað til umboðsmanns Alþingis. „Við vorum náttúrulega mjög ánægðir með að umboðsmaður tók þetta til sín og gerði umkvörtun um þetta, vegna þess að við höfum hingað til komið að lokuðum dyrum. En það sýnir okkur það að kvörtun okkar var málefnaleg og við þurfum að finna leið í fangelsinu til að reyna að sætta okkur við þá stöðu sem við erum í, en á sama tíma má ekki gefast upp,“ sagði Magnús. Þeir sögðust hafa fengið á sig ákveðið skotleyfi, í ljósi þess að þeir voru í framvarðarsveit stærsta bankans þegar efnahagshrunið varð árið 2008. „Að mörgu leyti hefur maður upplifað það þannig. Það eru náttúrulega komin sjö – átta ár síðan og fyrir það fyrsta búið að taka allt allt of langan tíma. Fyrir það annað er stofnað sérstakt embætti til að leita uppi glæp sem hugsanlega er þar, hugsanlega ekki. Veitt í það embætti upphaflega fimm og hálfum milljarði, ráðið yfir hundrað manns og svo framvegis. Þannig að það er ekki því að neita að við upplifum það þannig,“ sagði Sigurður.„Maður hefði aldrei búist við að enda í fangelsi eftir að hafa starfað í banka þar sem maður gerði ekkert annað en að sinna hagsmunum bankans í einu og öllu," sagði Magnús, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.vísir/gvaSkelfileg aðför að fólki Allir eru þeir afar ósáttir við vinnubrögð og embætti sérstaks saksóknara. Ólafur sagði að ekki sé um alvöru réttarfar að ræða heldur skelfilega aðför af fólki. „Í mínum huga eru þetta ekki alvöru lög sem unnið er eftir. Það eru tugir manna sem eru búin að bíða í níu ár. Þetta er ungt fólk sem er kippt úr blóma lífsins í einhvern skrípaleik. Sleppum okkur sem einstaklingum og horfum á aðra einstaklinga sem bíða dóms. Ég held það geri sér ekki grein fyrir því hvað verið er að gera þessum mönnum – og konum, að taka þau út og setja þau í sviga í samfélaginu í níu ár, láta þau bíða dóms og vera kannski að taka út refsingu árið 2020. Þetta er skelfileg aðför að þessu fólki og samfélagið mun skammast sín fyrir þetta þegar fram líður, að koma svona fram við ungt fólk sem hefur í flestum tilfellum sér ekki til nokkurra saka unnið annað en að vinna vinnuna sína eftir því sem það best gat,“ sagði Ólafur og bætti við að samfélagið væri að bregðast einum ákveðnum þjóðfélagshópi. Þeir segja að ákveðin mistök hafi verið gerð. Þau séu meðal annars að hafa ekki mætt í viðtöl hjá fjölmiðlum. Stærstu mistökin hafi þó verið þau að hafa treyst á kerfið. „Menn gerðu þau stóru mistök, lögmenn og við, að við treystum á kerfið. Við treystum dómstólum og lögðum á það traust að Hæstiréttur myndi alltaf dæma samkvæmt lögum. Þarna eru okkar mistök. Við áttum strax í upphafi að ganga út frá því að kerfið héldi ekki.“Lífið á Kvíabryggju prýðilegt Þegar umræðunni var vikið að lífinu á Kvíabryggju sögðust þeir allir hafa það prýðilegt. Sú staða að vera í fangelsi sé þó afar sérstök. „Maður hefði aldrei búist við að enda í fangelsi eftir að hafa starfað í banka þar sem maður gerði ekkert annað en að sinna hagsmunum bankans í einu og öllu og viðskiptavinum hans. Maður hefði aldrei nokkurn tímann hugsað að enda hérna. Þetta er búið að vera mikið og erfitt verkefni, sér í lagi fyrir fjölskyldu mína. Börnin mín búa erlendis og ég kem hingað til Íslands eftir átján ár til þess að fullnusta þennan dóm og bjóst við að það væri punkturinn yfir i-ið og að ég gæti klárað þetta erfiða ferli. En kannski það erfiðasta núna er að þessu er hvergi nærri lokið. Enn þá eru mál í kerfinu og ég get ekki sagt fjölskyldu minni hvenær ég kem heim til þeirra,“ sagði Magnús.„Oft upplifir maður þetta þannig að maður standi bara við hliðina og horfi á atburðarás sem gæti verið skrifuð af Arnaldi Indriðasyni eða Yrsu Sigurðardóttur. Hún hefði væntanlega verið skemmtilegri þá,“ segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.vísir/gvaSigurður sagðist höndla það ágætlega að vera á Kvíabryggju. „Það er ekki vandamálið í sjálfu sér. En ég held að maður geti sagt að undanfarin ár hafi verið algjörlega súrrealísk og oft upplifir maður þetta þannig að maður standi bara við hliðina og horfi á atburðarás sem gæti verið skrifuð af Arnaldi Indriðasyni eða Yrsu Sigurðardóttur. Hún hefði væntanlega verið skemmtilegri þá.“ Ólafur sagði þá aldrei sitja auðum höndum. Magnús sjái meðal annars til þess með daglegri klukkustundar líkamsrækt. „Við höfum nóg að gera. Við erum meira og minna allir í vinnu og stundum okkar vinnu. Reynum að hafa mjög reglulegan vinnudag og mætum í þrælabúðir Magnúsar á hverjum morgni, Cross fit. Þannig að ég held að menn hafi mjög strúktúraða vinnu og reyni að taka þessu eins og hverju öðru verkefni. Það sem skiptir þó mestu máli er að þetta er allt í hausnum á þér. Þú verður að stýra þínum meginhugsunum eins og þú best getur og lætur þetta ekki buga þig. Það held ég að menn geri hér með bros á vör,“ sagði Ólafur.Viðtal Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns við þremenningana má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kaupþingsmenn í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju segja að ekki sé hægt að skilja ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar öðruvísi en að þeir hafi reynt að múta honum og óskað eftir áfengum drykkjum með mat, sem þeir vísa alfarið á bug. Þeir segja jafnframt að það hafi verið mistök að mæta ekki oftar í viðtöl í fjölmiðla eftir hrun til að svara ásökunum á hendur sér.Sú mynd dregin fram að um sé að ræða siðspillta menn Ólafur Ólafsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson voru til viðtals í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld en þeir kvörtuðu á dögunum til umboðsmanns Alþingis, meðal annars því þeim fannst fangelsismálastjóri hafa gengið of langt með ummælum í fjölmiðlum um ýmsar kröfur fanga á Kvíabryggju. „Þessi umræða sem fangelsismálastjóri er að draga fram og sú mynd sem gerð er af okkur, að við séum gjörsamlega siðspilltir menn; viljum vín og viljum fá að ríða hér út á hestum með pela í vasa, hafa hér spa og heilsulind og séum að múta embættismönnum, þá auðvitað verður fólk reitt, ef það heyrir embættismenn tala svona um einstaklinga. Að við séum virkilega svona fólk. Þess vegna urðum við, urðum að bregðast við,“ sagði Ólafur.„Þetta er skelfileg aðför að þessu fólki og samfélagið mun skammast sín fyrir þetta þegar fram líður," sagði Ólafur en hann var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008.Vísir/VilhelmSigurður sagði að í upphafi hafi þeir yppt öxlum yfir ummælum forstjórans. „Við hugsuðum að þetta hljóti bara að vera ein mistök. En síðan kom hver vitleysan á fætur annarri. Þessar Michael Moore upptökur, umfjöllun um mútur sem reynt var að tengja okkur við og svo framvegis, þannig að á endanum voru menn búnir að fá nóg.“Komu alls staðar að lokuðum dyrum Magnús tók undir þessi orð. Fangelsismálastjóri hefði átt að koma hreint fram ef um mútur væri að ræða – jafnvel fara fram á að ákæra yrði gefin út. Þá sagði hann að þeir hefðu komið að lokuðum dyrum alls staðar í kerfinu hvað þessi ummæli varði. Því hafi verið leitað til umboðsmanns Alþingis. „Við vorum náttúrulega mjög ánægðir með að umboðsmaður tók þetta til sín og gerði umkvörtun um þetta, vegna þess að við höfum hingað til komið að lokuðum dyrum. En það sýnir okkur það að kvörtun okkar var málefnaleg og við þurfum að finna leið í fangelsinu til að reyna að sætta okkur við þá stöðu sem við erum í, en á sama tíma má ekki gefast upp,“ sagði Magnús. Þeir sögðust hafa fengið á sig ákveðið skotleyfi, í ljósi þess að þeir voru í framvarðarsveit stærsta bankans þegar efnahagshrunið varð árið 2008. „Að mörgu leyti hefur maður upplifað það þannig. Það eru náttúrulega komin sjö – átta ár síðan og fyrir það fyrsta búið að taka allt allt of langan tíma. Fyrir það annað er stofnað sérstakt embætti til að leita uppi glæp sem hugsanlega er þar, hugsanlega ekki. Veitt í það embætti upphaflega fimm og hálfum milljarði, ráðið yfir hundrað manns og svo framvegis. Þannig að það er ekki því að neita að við upplifum það þannig,“ sagði Sigurður.„Maður hefði aldrei búist við að enda í fangelsi eftir að hafa starfað í banka þar sem maður gerði ekkert annað en að sinna hagsmunum bankans í einu og öllu," sagði Magnús, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg.vísir/gvaSkelfileg aðför að fólki Allir eru þeir afar ósáttir við vinnubrögð og embætti sérstaks saksóknara. Ólafur sagði að ekki sé um alvöru réttarfar að ræða heldur skelfilega aðför af fólki. „Í mínum huga eru þetta ekki alvöru lög sem unnið er eftir. Það eru tugir manna sem eru búin að bíða í níu ár. Þetta er ungt fólk sem er kippt úr blóma lífsins í einhvern skrípaleik. Sleppum okkur sem einstaklingum og horfum á aðra einstaklinga sem bíða dóms. Ég held það geri sér ekki grein fyrir því hvað verið er að gera þessum mönnum – og konum, að taka þau út og setja þau í sviga í samfélaginu í níu ár, láta þau bíða dóms og vera kannski að taka út refsingu árið 2020. Þetta er skelfileg aðför að þessu fólki og samfélagið mun skammast sín fyrir þetta þegar fram líður, að koma svona fram við ungt fólk sem hefur í flestum tilfellum sér ekki til nokkurra saka unnið annað en að vinna vinnuna sína eftir því sem það best gat,“ sagði Ólafur og bætti við að samfélagið væri að bregðast einum ákveðnum þjóðfélagshópi. Þeir segja að ákveðin mistök hafi verið gerð. Þau séu meðal annars að hafa ekki mætt í viðtöl hjá fjölmiðlum. Stærstu mistökin hafi þó verið þau að hafa treyst á kerfið. „Menn gerðu þau stóru mistök, lögmenn og við, að við treystum á kerfið. Við treystum dómstólum og lögðum á það traust að Hæstiréttur myndi alltaf dæma samkvæmt lögum. Þarna eru okkar mistök. Við áttum strax í upphafi að ganga út frá því að kerfið héldi ekki.“Lífið á Kvíabryggju prýðilegt Þegar umræðunni var vikið að lífinu á Kvíabryggju sögðust þeir allir hafa það prýðilegt. Sú staða að vera í fangelsi sé þó afar sérstök. „Maður hefði aldrei búist við að enda í fangelsi eftir að hafa starfað í banka þar sem maður gerði ekkert annað en að sinna hagsmunum bankans í einu og öllu og viðskiptavinum hans. Maður hefði aldrei nokkurn tímann hugsað að enda hérna. Þetta er búið að vera mikið og erfitt verkefni, sér í lagi fyrir fjölskyldu mína. Börnin mín búa erlendis og ég kem hingað til Íslands eftir átján ár til þess að fullnusta þennan dóm og bjóst við að það væri punkturinn yfir i-ið og að ég gæti klárað þetta erfiða ferli. En kannski það erfiðasta núna er að þessu er hvergi nærri lokið. Enn þá eru mál í kerfinu og ég get ekki sagt fjölskyldu minni hvenær ég kem heim til þeirra,“ sagði Magnús.„Oft upplifir maður þetta þannig að maður standi bara við hliðina og horfi á atburðarás sem gæti verið skrifuð af Arnaldi Indriðasyni eða Yrsu Sigurðardóttur. Hún hefði væntanlega verið skemmtilegri þá,“ segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.vísir/gvaSigurður sagðist höndla það ágætlega að vera á Kvíabryggju. „Það er ekki vandamálið í sjálfu sér. En ég held að maður geti sagt að undanfarin ár hafi verið algjörlega súrrealísk og oft upplifir maður þetta þannig að maður standi bara við hliðina og horfi á atburðarás sem gæti verið skrifuð af Arnaldi Indriðasyni eða Yrsu Sigurðardóttur. Hún hefði væntanlega verið skemmtilegri þá.“ Ólafur sagði þá aldrei sitja auðum höndum. Magnús sjái meðal annars til þess með daglegri klukkustundar líkamsrækt. „Við höfum nóg að gera. Við erum meira og minna allir í vinnu og stundum okkar vinnu. Reynum að hafa mjög reglulegan vinnudag og mætum í þrælabúðir Magnúsar á hverjum morgni, Cross fit. Þannig að ég held að menn hafi mjög strúktúraða vinnu og reyni að taka þessu eins og hverju öðru verkefni. Það sem skiptir þó mestu máli er að þetta er allt í hausnum á þér. Þú verður að stýra þínum meginhugsunum eins og þú best getur og lætur þetta ekki buga þig. Það held ég að menn geri hér með bros á vör,“ sagði Ólafur.Viðtal Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns við þremenningana má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Yfir þessu kvörtuðu Kaupþingsmennirnir þrír Umboðsmaður vill svör við ýmsum atriðum er varðar samskipti Páls Winkel við fjölmiðla um Kaupþingsfanga. 11. janúar 2016 15:00