Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 17:47 Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Vísir/Óskar Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Útflutningur íslenskra sjávarafurða til Rússlands dróst saman um rúmlega ellefu milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs, miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati utanríkisráðuneytisins á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi. Í matinu segir þó að margt bendi til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna aðgerðanna.Full ástæða að ætla að nýir markaðir finnist Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem ásamt Íslandi standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Sjá einnig: Sigurður Ingi veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokumGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum.Vísir/VilhelmSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við bannið og þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. Í mati utanríkisráðuneytisins segir þó að að full ástæða sé til að ætla að sjávarútvegsfyrirtæki muni finna nýja markaði fyrir þær vörur sem hafa til þessa verið seldar til Rússlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ítrekað sagt að ekki verði látið af viðskiptaþvingunum gegn Rússum og gagnrýnt útgerðarmenn fyrir að „virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar.“ Í niðurstöðum matsins segir að óvissa ríki um áhrif innflutningsbannsins fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega ef það dregst á langinn. Það að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja hlyti þó að teljast meiriháttar frávik frá íslenskri utanríkisstefnu og kalla, í besta falli, á gagnrýnar spurningar um vegferð íslenskra stjórnmála.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03