Lögreglan telur afbrotahópa hafa vopnast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 14:26 Lögreglan lagði hald á 784 skotvopn á árunum 2010-2015. Vísir/GVA Lögreglan telur að síðasta áratug hafi afbrotahópar hér á landi vopnast og það endurspeglist í því að á árunum 2010 til 2015 hafi hundrað skotvopn verið tilkynnt stolin og að lögreglan hafi lagt hald á 784 skotvopn á sama tímabili.Ólöf Nordal innanríkisráðherra er yfirmaður lögreglu í landinu.Vísir/ErnirÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, sem birt var í dag. Í fyrirspurninni spyr Bjarkey um vopnavæðingu lögreglunnar. „Á síðustu árum hafa komið upp tilfelli þar sem afbrotamenn hafa beitt skotvopnum hver gegn öðrum. Þeir hafa ekki enn beitt skotvopnum gegn lögreglu í slíkum tilfellum. Þess ber þó að geta að komið hafa upp tilfelli þar sem skotið hefur verið að lögreglumönnum við störf sín,“ segir í svari Ólafar sem byggir á upplýsingum frá lögreglunni, sem heyrir undir hennar ráðuneyti.Byssurnar sem lögreglumenn fá almennt að nota eru af gerðinni Glock 9mm.Mynd/Ken LundeÓlöf segir að nýjar tegundir árásaraðferða brotamanna í nágrannalöndunum mörg undanfarin ár, til að mynda á Norðurlöndunum, kalli á breytt vinnubrögð lögreglunnar hér á landi. Þessi breyttu vinnubrögð feli meðal annars í sér styttri viðbragðstíma. Þetta er nefnt sem rök fyrir því að Þeir lögreglumenn sem fá að vera með vopn fá árlega 69 klukkustunda aðgerðarþjálfun þar sem meðal annars fer fram þjálfun í meðferð skotvopna. Samkvæmt svarinu hafa 355 lögreglumenn fengið þjálfun, ef með eru taldir sérsveitarmenn. Af þeim sem hlotið hafa þessa þjálfun eru 46 konur. Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Lögreglan telur að síðasta áratug hafi afbrotahópar hér á landi vopnast og það endurspeglist í því að á árunum 2010 til 2015 hafi hundrað skotvopn verið tilkynnt stolin og að lögreglan hafi lagt hald á 784 skotvopn á sama tímabili.Ólöf Nordal innanríkisráðherra er yfirmaður lögreglu í landinu.Vísir/ErnirÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, sem birt var í dag. Í fyrirspurninni spyr Bjarkey um vopnavæðingu lögreglunnar. „Á síðustu árum hafa komið upp tilfelli þar sem afbrotamenn hafa beitt skotvopnum hver gegn öðrum. Þeir hafa ekki enn beitt skotvopnum gegn lögreglu í slíkum tilfellum. Þess ber þó að geta að komið hafa upp tilfelli þar sem skotið hefur verið að lögreglumönnum við störf sín,“ segir í svari Ólafar sem byggir á upplýsingum frá lögreglunni, sem heyrir undir hennar ráðuneyti.Byssurnar sem lögreglumenn fá almennt að nota eru af gerðinni Glock 9mm.Mynd/Ken LundeÓlöf segir að nýjar tegundir árásaraðferða brotamanna í nágrannalöndunum mörg undanfarin ár, til að mynda á Norðurlöndunum, kalli á breytt vinnubrögð lögreglunnar hér á landi. Þessi breyttu vinnubrögð feli meðal annars í sér styttri viðbragðstíma. Þetta er nefnt sem rök fyrir því að Þeir lögreglumenn sem fá að vera með vopn fá árlega 69 klukkustunda aðgerðarþjálfun þar sem meðal annars fer fram þjálfun í meðferð skotvopna. Samkvæmt svarinu hafa 355 lögreglumenn fengið þjálfun, ef með eru taldir sérsveitarmenn. Af þeim sem hlotið hafa þessa þjálfun eru 46 konur.
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira