NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 21:20 Sparkarinn Blair Walsh brást á úrslitastundu. Vísir/Getty Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira
Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. Minnesota Vikings liðsins fékk kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í leiknum rétt fyrir leikslok en sparkarinn Blair Walsh brenndi af úr auðveldu færi. Þegar myndband að sparkinu var skoðað nánar kom í ljós að sá sem stillti boltanum upp fyrir Blair Walsh, snéri reimunum út, eins og frægt var í Ace Ventura myndinni um árið. Þetta var í annað skiptið í leiknum sem það gerðist en að þessu sinni misheppnaðist sparkið algjörlega. Blair Walsh hafði skorað þrjú vallarmörk fyrri í leiknum og komið liði Víkingana í 9-0. Nú er bara að vona hans vegna að hann komist heill í gegnum þetta mótlæti ólíkt sparkaranum ógleymanlega Ray Finkle í Ace Ventura myndinni um árið. Seattle-liðið, sem hefur komist í Súper Bowl leikinn undan farin tvö ár, skoraði tíu stig í fjórða leikhlutanum og komst yfir. Þeir höfðu hinsvegar misst frá sér forystu í fjórða leikhluta í mörgum leikjum á leiktíðinni og það stefndi í svipuð örlög. Minnesota Vikings fékk lokasóknina í leiknum og var þarna komið í frábæra stöðu til að tryggja sér sigur og sæti í næstu umferð. Hin frábæra Seattle-vörn náði ekki að stoppa sókn Minnesota sem gat stillt upp í dauðafæri fyrir Blair Walsh. Það mátti sjá á viðbrögðum allra á vellinum og þá sérstaklega leikmönnum Seattle Seahawks hversu það komið mikið á óvart að Blair Walsh náði ekki að hitta á milli súlanna. Stjörnuleikmenn Seattle, sem áttu margir slakan dag í frostinu í Minneapolis, þökkuðu líka guð og æðri máttarvöldum fyrir enda voru þeir búnir að afskrifa sigurinn eins og flestir sem urðu vitni að þessum ótrúlega leik. Seattle Seahawks mætir Carolina Panthers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en Arizona Cardinals mætir annaðhvort Washington Redskins eða Green Bay Packers sem spila seinna í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Það var tutttugu stiga frost á meðan leiknum stóð.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18