Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Dagur þarf að vinna Noreg í dag. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti