Dagur er orðinn afskaplega vinsæll í Þýskalandi vegna árangurs liðsins sem ekki margir bjuggust við að yrði svona góður vegna mikilla meiðsla.
Þýskaland vann stjörnum prýtt lið Danmerkur í lokaleik milliriðils tvö á miðvikudaginn og hirti þannig sætið í undanúrslitunum af Guðmundi Guðmundssyni.
Mikil spenna er fyrir leiknum í Þýskalandi og ætlar meira að segja fótboltakeisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer, að horfa.
„Með svona vilja er allt hægt,“ skrifar keisarinn á Twitter-síðu sína og birtir mynd af Degi Sigurðssyni að fagna á hliðarlínunni. „Í kvöld krossleggjum við fingur og látum okkur dreyma,“ segir Franz Beckebauer.
Mit diesem Willen ist alles drin – auch das Finale! Für heute Abend drücke ich fest die Daumen. #ehfeuro2016 pic.twitter.com/JMpVEcE0NU
— Franz Beckenbauer (@beckenbauer) January 29, 2016