Tónlist

Martin Shkreli hótar Ghostface Killah: Vill afsökunarbeiðni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Martin Shkreli og Ghostface Killah eiga í smá  rifrildi um þessar mundir.
Martin Shkreli og Ghostface Killah eiga í smá rifrildi um þessar mundir. Vísir/Getty
Hataðaðist milljarðamæringur heims, Martin Shkreli, hefur krafist þess að Ghostfache Killah, meðlimur Wu-tang Clan, sendi honum skriflega afsökunarbeiðni eftir að sá síðarnefndi kallaði Martin drullusokk (e. shithead).

Biðjist Ghostface Killah ekki afsökunar hefur Shkreli hótað að eyða hans framlagi af plötunni Once Upon a Time in Shaolin en líkt og Vísir fjallaði um fyrir skemmstu á Martin Shkreli eina eintakið af plötunni sem er nýjasta útgáfa Wu Tang-Clan.

Sjá einnig: Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan

Martin hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en hann hefur verið kallaður hataðasti milljarðarmærinur heims eftir að hann hækkaði verð á alnæmislyfjum sem lyfjafyrirtæki hans keypti einkaleyfið á. Hann var nýverið handtekinn og er hann sakaður um fjársvik í tengslum við fyrirtækið Retrophin, bíður hann nú dóms.

Í fremur kjánalegu myndbandi sem hann gaf út skýtur hann föstum skotum að Ghostface Killa, umkringdur grímuklæddum mönnum fer hann fram á afsökunarbeiðni og segir Ghostface vera gamlan mann sem skipti engu máli lengur en það eina sem Ghostface gerði var að segja að Martin ætti að leyfa fólki að hlusta á Once Upon a Time in Shaolin.

Já, og svo kallaði hann Martin drullusokk.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×