Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 16:26 Börkur og Annþór eru ákærðir fyrir að hafa beitt Sigurð ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Vísir Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19