Innlent

Vigdís gefur ekkert fyrir ákúrur Jóhönnu

Jakob Bjarnar skrifar
Vigdís og Jóhanna verða seint á eitt sáttar.
Vigdís og Jóhanna verða seint á eitt sáttar.
„Halló Jóhanna - Samfylkingin var í ríkisstjórn í 6 ár - frá 2007 - 2013 Samfylking tók við búi sjáfrar sín eftir kosningarnar 2013 - sífellt er verið að endurskrifa söguna - almenningur man betur,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar á Facebooksíðu sína og vísar í yfirlýsingar sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði áður látið falla á Facebooksíðu sinni.

Jóhanna er óhress með alhæfingar Vigdísar þess efnis að ríkisstjórn hafi „holað heilbrigðiskerfið að innan,“ en þau ummæli lét Vigdís meðal annars falla á hinu háa Alþingi í gær.

„Ómerkilegt hjá formanni fjárlaganefndar að segja að fyrrverandi ríkisstjórn hafi holað heilbrigiskerfið að innan.- ríkisstjórn sem tók við gjaldþrota búi Framsóknar- og Sjálfstæðsiflokks með á þriðja hundrað milljarða í halla. Góðærið sem sú ríkisstjórn lagði grunn að geta þeir ekki einu sinni nýtt til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hafi þeir skömm fyrir,“ skrifar Jóhanna á Facebooksíðu sína.

Jóhönnu blöskraði málflutningur Vigdísar og lét þá skoðun sína í ljós á Facebooksíðu sinni.
Mjög er nú tekist á um heilbrigðiskerfið, einkum í tengslum við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Og hafa þeir eldað grátt silfur þeir Kári og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar um.

Í gær kom á daginn að Ísland státar af 8. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Það var Vigdísi tilefni til ummæla á Facebook, þar sem hún beinir spjótum sínum að Kára:

„- jæja - hvað segja "allir Kárar" landsins nú?  Við erum með heilbrigðiskerfi í heimsklassa - og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur verið í algjörum forgangi.“

Nokkrar umræður eru um málið á Facebook-síðu Vigdísar og meðal annarra stingur niður penna Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heitins, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og bendir á að það sé áhyggjuefni að Ísland hafi fallið úr því 3. samkvæmt sambærilegri könnun ársins 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×