Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2016 13:45 Aron og Alfreð er þeir voru báðir enn hjá Kiel. vísir/getty Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“ Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá á Vesprém að hafa hafnað tilboði Kiel í Aron upp á 426 milljónir króna. Því hafi Kiel hækkað tilboðið í 711 milljónir. Ef Aron yrði seldur á þessu verði yrði hann langdýrasti leikmaður heims. Nikola Karabatic var seldur frá Barcelona til PSG á 284 milljónir króna. Slíkar tölur hafa ekki verið í umræðunni í handboltaheiminum áður.Alfreð líflegur á hliðarlínunni.vísir/getty„Ég veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er,“ segir Alfreð Gíslason er Vísir spurði hann út í málið í dag. „Eina sem ég get sagt um málið er að við viljum fá Aron einhvern tímann til baka en við höfum ekki gert Veszprém neitt tilboð í hann. Við höfum ekki einu sinni rætt við Veszprém um Aron þannig að ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Aron fór síðastliðið sumar frá Kiel til Veszprém. Meðal annars vegna þess að ungverska liðið gat boðið honum betri kjör. „Ég hefði gaman af því að vita hver þessi heimildarmaður er. Hann hefur væntanlega verið á tólfta bjórglasi í stúkunni í Póllandi. En varðandi Aron þá er það ekkert leyndarmál að ég vildi aldrei missa hann og í öðru lagi vil ég fá hann til baka eins og ég segi. Þetta er ekkert í umræðunni enda er Veszprém væntanlega ekkert að fara að gefa hann frá sér,“ segir Alfreð. En myndi félagið greiða 700 milljónir króna fyrir leikmann? „Við myndum aldrei gera það. Þetta er algjört kjaftæði.“
Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira