Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 12:49 Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent