Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 10:10 Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru. Vísir/Halldór Baldursson Aðalmeðferð í máli ríkisins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í dag. Eru þeir ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem varð til þess að samfangi þeirra lét lífið í klefa sínum á Litla-Hrauni. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á manninn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í maí árið 2012, með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Báðir hafa staðfastlega neitað sök í málinu. Engar upptökur eru til af atvikinu þar sem ekki eru eftirlitsmyndavélar í klefum fanga. Hins vegar eru til upptökur af því að Annþór og Börkur fóru inn klefa Sigurðar Hólm stuttu áður en hann kallaði til fangavarða, þá í andnauð. Beindist grunur að þeim Annþóri og Berki í kjölfar þess að það kom í ljós og voru þeir settir í einangrun. Rannsókn málsins tók um ár og kom málið fyrst á borð ríkissaksóknara vorið 2013. Málið var svo þingfest í Héraðsdómi Suðurlands um sumarið sama ár. Síðan þá hefur verið tekist á um álit sérfræðinga en dómurinn féllst á það árið 2014 að fá álit tveggja erlendra sérfræðinga á mati réttarmeinafræðings á krufningarskýrslu í málinu. Þá var samþykkt að fá matsgerð tveggja sálfræðinga. Þessir sérfræðinga eru ekki sammála um hvort hafið sé yfir vafa að líkamsárás hafi dregið manninn til dauða. Annþór og Börkur eiga sér báðir langan sakaferil. Þegar hin meinta líkamsárás átti sér stað voru þeir að afplána eftirstöðvar gamalla dóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Vísir mun fylgjast með aðalmeðferð málsins sem búist er við að taki tvo daga. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkisins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í dag. Eru þeir ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem varð til þess að samfangi þeirra lét lífið í klefa sínum á Litla-Hrauni. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á manninn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í maí árið 2012, með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Báðir hafa staðfastlega neitað sök í málinu. Engar upptökur eru til af atvikinu þar sem ekki eru eftirlitsmyndavélar í klefum fanga. Hins vegar eru til upptökur af því að Annþór og Börkur fóru inn klefa Sigurðar Hólm stuttu áður en hann kallaði til fangavarða, þá í andnauð. Beindist grunur að þeim Annþóri og Berki í kjölfar þess að það kom í ljós og voru þeir settir í einangrun. Rannsókn málsins tók um ár og kom málið fyrst á borð ríkissaksóknara vorið 2013. Málið var svo þingfest í Héraðsdómi Suðurlands um sumarið sama ár. Síðan þá hefur verið tekist á um álit sérfræðinga en dómurinn féllst á það árið 2014 að fá álit tveggja erlendra sérfræðinga á mati réttarmeinafræðings á krufningarskýrslu í málinu. Þá var samþykkt að fá matsgerð tveggja sálfræðinga. Þessir sérfræðinga eru ekki sammála um hvort hafið sé yfir vafa að líkamsárás hafi dregið manninn til dauða. Annþór og Börkur eiga sér báðir langan sakaferil. Þegar hin meinta líkamsárás átti sér stað voru þeir að afplána eftirstöðvar gamalla dóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Vísir mun fylgjast með aðalmeðferð málsins sem búist er við að taki tvo daga.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira