Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2016 10:10 Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru. Vísir/Halldór Baldursson Aðalmeðferð í máli ríkisins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í dag. Eru þeir ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem varð til þess að samfangi þeirra lét lífið í klefa sínum á Litla-Hrauni. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á manninn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í maí árið 2012, með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Báðir hafa staðfastlega neitað sök í málinu. Engar upptökur eru til af atvikinu þar sem ekki eru eftirlitsmyndavélar í klefum fanga. Hins vegar eru til upptökur af því að Annþór og Börkur fóru inn klefa Sigurðar Hólm stuttu áður en hann kallaði til fangavarða, þá í andnauð. Beindist grunur að þeim Annþóri og Berki í kjölfar þess að það kom í ljós og voru þeir settir í einangrun. Rannsókn málsins tók um ár og kom málið fyrst á borð ríkissaksóknara vorið 2013. Málið var svo þingfest í Héraðsdómi Suðurlands um sumarið sama ár. Síðan þá hefur verið tekist á um álit sérfræðinga en dómurinn féllst á það árið 2014 að fá álit tveggja erlendra sérfræðinga á mati réttarmeinafræðings á krufningarskýrslu í málinu. Þá var samþykkt að fá matsgerð tveggja sálfræðinga. Þessir sérfræðinga eru ekki sammála um hvort hafið sé yfir vafa að líkamsárás hafi dregið manninn til dauða. Annþór og Börkur eiga sér báðir langan sakaferil. Þegar hin meinta líkamsárás átti sér stað voru þeir að afplána eftirstöðvar gamalla dóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Vísir mun fylgjast með aðalmeðferð málsins sem búist er við að taki tvo daga. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkisins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í dag. Eru þeir ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem varð til þess að samfangi þeirra lét lífið í klefa sínum á Litla-Hrauni. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á manninn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í maí árið 2012, með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði. Báðir hafa staðfastlega neitað sök í málinu. Engar upptökur eru til af atvikinu þar sem ekki eru eftirlitsmyndavélar í klefum fanga. Hins vegar eru til upptökur af því að Annþór og Börkur fóru inn klefa Sigurðar Hólm stuttu áður en hann kallaði til fangavarða, þá í andnauð. Beindist grunur að þeim Annþóri og Berki í kjölfar þess að það kom í ljós og voru þeir settir í einangrun. Rannsókn málsins tók um ár og kom málið fyrst á borð ríkissaksóknara vorið 2013. Málið var svo þingfest í Héraðsdómi Suðurlands um sumarið sama ár. Síðan þá hefur verið tekist á um álit sérfræðinga en dómurinn féllst á það árið 2014 að fá álit tveggja erlendra sérfræðinga á mati réttarmeinafræðings á krufningarskýrslu í málinu. Þá var samþykkt að fá matsgerð tveggja sálfræðinga. Þessir sérfræðinga eru ekki sammála um hvort hafið sé yfir vafa að líkamsárás hafi dregið manninn til dauða. Annþór og Börkur eiga sér báðir langan sakaferil. Þegar hin meinta líkamsárás átti sér stað voru þeir að afplána eftirstöðvar gamalla dóma sem þeir hlutu fyrir manndrápstilraun annars vegar og fíkniefnainnflutning hins vegar. Vísir mun fylgjast með aðalmeðferð málsins sem búist er við að taki tvo daga.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira