Milljónir Þjóðverja fylgdust með ævintýri Dags og þýska landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 12:15 Dagur Sigurðsson stýrir hér þýska landsliðinu í leik á EM í Póllandi. Vísir/EPA Íslendingurinn Dagur Sigurðsson kom þýska handboltalandsliðinu inn í undanúrslit á Evrópumótinu í Póllandi í gær og það voru milljónir Þjóðverja sem fylgdust með leiknum heima í stofu. Þjóðverjar keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu eftir 25-23 sigur á Guðmundir Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í lokaumferð milliriðilsins í gær. Alls fylgdust 5,61 milljón Þjóðverja með Danaleiknum á ARD sjónvarpsstöðinni eða 21,1 prósent markaðsins. Í sigri Þjóðverja á Rússum í leiknum á undan voru áhorfendurnir 6,04 milljónir en þá var hluturinn þó bara 19,7 prósent. Sigur þýska liðsins í gær hefur hlotið mikla fjölmiðlaathygli og því má búast við að enn fleiri horfi á undanúrslitaleikinn við Noreg sem fer fram á morgun. Noregsleikurinn verður sýndur á ZDF-sjónvarpsstöðinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem Þjóðverjar keppa um verðlaun á Evrópumótinu en síðustu verðlaun þýska liðsins var gullið á EM í Slóveníu árið 2004 sem var einmitt síðasta Evrópumót Dags Sigurðssonar sem leikmanns. Þýska liðið tapaði fyrsta leik sínum í Evrópumótinu í Póllandi á móti Spánverjum en hefur síðan unnið fimm leiki í röð á móti Svíþjóð, Slóveníu, Ungverjalandi, Rússlandi og Danmörku. Næst mæta Dagur og félagar Norðmönnum sem eru einmitt eina liðið sem íslenska landsliðið vann á Evrópumótinu í Póllandi. Ísland vann Noreg í fyrsta leik liðanna á mótinu en Norðmenn hafa ekki tapað leik síðan. Undanúrslitaeikur liðanna fer fram klukkan 17.30 á morgun. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit. 27. janúar 2016 19:15 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45 „Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Íslendingurinn sagður lykilinn að árangri Þýskalands undanfarin misseri. 27. janúar 2016 11:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Íslendingurinn Dagur Sigurðsson kom þýska handboltalandsliðinu inn í undanúrslit á Evrópumótinu í Póllandi í gær og það voru milljónir Þjóðverja sem fylgdust með leiknum heima í stofu. Þjóðverjar keppa um verðlaunasæti á Evrópumótinu eftir 25-23 sigur á Guðmundir Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í lokaumferð milliriðilsins í gær. Alls fylgdust 5,61 milljón Þjóðverja með Danaleiknum á ARD sjónvarpsstöðinni eða 21,1 prósent markaðsins. Í sigri Þjóðverja á Rússum í leiknum á undan voru áhorfendurnir 6,04 milljónir en þá var hluturinn þó bara 19,7 prósent. Sigur þýska liðsins í gær hefur hlotið mikla fjölmiðlaathygli og því má búast við að enn fleiri horfi á undanúrslitaleikinn við Noreg sem fer fram á morgun. Noregsleikurinn verður sýndur á ZDF-sjónvarpsstöðinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem Þjóðverjar keppa um verðlaun á Evrópumótinu en síðustu verðlaun þýska liðsins var gullið á EM í Slóveníu árið 2004 sem var einmitt síðasta Evrópumót Dags Sigurðssonar sem leikmanns. Þýska liðið tapaði fyrsta leik sínum í Evrópumótinu í Póllandi á móti Spánverjum en hefur síðan unnið fimm leiki í röð á móti Svíþjóð, Slóveníu, Ungverjalandi, Rússlandi og Danmörku. Næst mæta Dagur og félagar Norðmönnum sem eru einmitt eina liðið sem íslenska landsliðið vann á Evrópumótinu í Póllandi. Ísland vann Noreg í fyrsta leik liðanna á mótinu en Norðmenn hafa ekki tapað leik síðan. Undanúrslitaeikur liðanna fer fram klukkan 17.30 á morgun.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit. 27. janúar 2016 19:15 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45 „Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Íslendingurinn sagður lykilinn að árangri Þýskalands undanfarin misseri. 27. janúar 2016 11:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55
Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit. 27. janúar 2016 19:15
Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45
„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Íslendingurinn sagður lykilinn að árangri Þýskalands undanfarin misseri. 27. janúar 2016 11:00