Frá Kverkfjöllum til Tambocor Sigurpáll Ingibergsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Þú ert með gáttaflökt“, sagði leiðsögumaðurinn frábæri, hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, eftir að hafa tekið púlsinn minn í 1.122 metra hæð í Kverkfjöllum. Ég var í hópi 20 göngumanna í Ferðafélagi Íslands ásamt þremur fararstjórum í stórbrotinni en krefjandi gönguferð, laugardaginn 18. júlí. Tveir aðrir læknar voru í hópnum og staðfestu greininguna. Ég varð eitt spurningarmerki. Hafði aldrei heyrt þetta orð, gáttaflökt, fyrr. Síðustu brekkur Kverkfjalla tóku mjög á skrokkinn. Ég kófsvitnaði og mér leið illa. Svimaði og reikaði í spori með hættulega jöklabrodda undir gönguskónum og ísöxi aftan á bakpokanum. Það var eitthvað að. Skrokkurinn hafði ekki áður látið svona í krefjandi fjallgöngum. Tómas útskýrði í fljótu bragði hvað væri að og ég var sendur niður í Sigurðarskála með einum fararstjóra. Gufubólstrar úr nýju og heitu Holuhrauni blöstu við ásamt sótsvörtum Dyngjujökli og skemmtu okkur á niðurleiðinni yfir Kverkjökul. Í stuttu máli er gáttaflökt algeng hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Ekki er vitað hvað veldur gáttaflökti en nokkrum dögum áður hafði ég verið stunginn af geitungi í hægri olnbogann. Um kvöldið daginn eftir var ég skráður inn á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar var greiningin staðfest og ég fékk úrvals þjónustu hjá einstöku starfsfólki. Ég fór í rannsóknir og hjartaómun sem komu vel út og var sendur í rafvendingu sem tókst vel. Hjartað hélt takti næstu daga en ég var óöruggur, leið misjafnlega og upplifði það eins og að hafa ósprungna sprengju inni í mér. Því ef hjartað er ekki í takti þá er hætta á blóðtappamyndun sem getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, heilablóðfall. Nokkrum dögum síðar hrökk ég úr takti. Hafði fengið mér orkudrykk. Daginn eftir heimsótti ég Hjartagátt Landspítalans og þar var ég greindur aftur með gáttaflökt. Langur biðlisti var í rafvendingu og ég þurfti að fá blóðþynningarlyf og blokker. Var tjáð af hjartalæknum sem voru yfirhlaðnir krefjandi verkefnum að ég yrði kallaður inn eftir fjórar vikur. Ég beið spenntur í þrjár vikur eftir innköllun en vonaðist til að hrökkva í takt af sjálfsdáðum. Loks kom bréfið frá spítalanum og ég tilbúinn í stuðið. En þá kom fram að það væri langur biðlisti og ég gæti átt von á innköllun eftir einn til þrjá mánuði! Best var að fylgjast með hjartaóreglunni þessa tvo mánuði með því að taka púlsinn. Hann segir: Tikk, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk?… svona gengur þetta.Biðlistar í boði stjórnvalda Eftir tveggja mánaða taktleysi fannst loks laus tími fyrir rafvendingu. Starfsfólk Hjartagáttar veitti fullkomna þjónustu og kom hjartanu í takt. Hjartalæknar eru vinsælir eins og rokkstjörnur, með einkarekna þjónustu á einkastofum. Þremur mánuðum eftir greininguna fékk ég loks tíma. Þá var ég dottinn úr takti í þriðja sinn. Ég var settur á hjartalyfið Tambocor sem hentar mínu hjartalagi vel og hef gengið í takt síðan. Að vísu þurfti ég að leggjast inn á hjartadeild fyrstu dagana og vera undir eftirliti, svo magnað er lyfið. Er einkavæðing betri? – Ef ég hefði þurft að bíða eftir mjólk í jafn langan tíma, þrjá mánuði, þá hefði hún súrnað. Ef einstaklingur svarar ekki lyfjagjöf þá er til lausn. Brenna fyrir aukaboðleiðir í hjarta. En vandamálið er biðlisti upp á tvö ár. Takist vel til, þá er hægt að losna við lyf. Öflug forvörn og fjárfesting í mannauði. Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun og kærleik. Þegar reynir á heilbr1igðiskerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt besta. Við skulum vona að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og aðrar norrænar þjóðir búa við til að vernda okkar mikilvægustu eign, heilsuna. Skrifað á fyrsta degi endurreisn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þú ert með gáttaflökt“, sagði leiðsögumaðurinn frábæri, hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson, eftir að hafa tekið púlsinn minn í 1.122 metra hæð í Kverkfjöllum. Ég var í hópi 20 göngumanna í Ferðafélagi Íslands ásamt þremur fararstjórum í stórbrotinni en krefjandi gönguferð, laugardaginn 18. júlí. Tveir aðrir læknar voru í hópnum og staðfestu greininguna. Ég varð eitt spurningarmerki. Hafði aldrei heyrt þetta orð, gáttaflökt, fyrr. Síðustu brekkur Kverkfjalla tóku mjög á skrokkinn. Ég kófsvitnaði og mér leið illa. Svimaði og reikaði í spori með hættulega jöklabrodda undir gönguskónum og ísöxi aftan á bakpokanum. Það var eitthvað að. Skrokkurinn hafði ekki áður látið svona í krefjandi fjallgöngum. Tómas útskýrði í fljótu bragði hvað væri að og ég var sendur niður í Sigurðarskála með einum fararstjóra. Gufubólstrar úr nýju og heitu Holuhrauni blöstu við ásamt sótsvörtum Dyngjujökli og skemmtu okkur á niðurleiðinni yfir Kverkjökul. Í stuttu máli er gáttaflökt algeng hjartsláttartruflun sem orsakast af truflun á rafleiðni í leiðslukerfi hjartans. Það á uppruna sinn í hjartagáttum. Ekki er vitað hvað veldur gáttaflökti en nokkrum dögum áður hafði ég verið stunginn af geitungi í hægri olnbogann. Um kvöldið daginn eftir var ég skráður inn á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Þar var greiningin staðfest og ég fékk úrvals þjónustu hjá einstöku starfsfólki. Ég fór í rannsóknir og hjartaómun sem komu vel út og var sendur í rafvendingu sem tókst vel. Hjartað hélt takti næstu daga en ég var óöruggur, leið misjafnlega og upplifði það eins og að hafa ósprungna sprengju inni í mér. Því ef hjartað er ekki í takti þá er hætta á blóðtappamyndun sem getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, heilablóðfall. Nokkrum dögum síðar hrökk ég úr takti. Hafði fengið mér orkudrykk. Daginn eftir heimsótti ég Hjartagátt Landspítalans og þar var ég greindur aftur með gáttaflökt. Langur biðlisti var í rafvendingu og ég þurfti að fá blóðþynningarlyf og blokker. Var tjáð af hjartalæknum sem voru yfirhlaðnir krefjandi verkefnum að ég yrði kallaður inn eftir fjórar vikur. Ég beið spenntur í þrjár vikur eftir innköllun en vonaðist til að hrökkva í takt af sjálfsdáðum. Loks kom bréfið frá spítalanum og ég tilbúinn í stuðið. En þá kom fram að það væri langur biðlisti og ég gæti átt von á innköllun eftir einn til þrjá mánuði! Best var að fylgjast með hjartaóreglunni þessa tvo mánuði með því að taka púlsinn. Hann segir: Tikk, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk, tikk, eyða, tikk, tikk?… svona gengur þetta.Biðlistar í boði stjórnvalda Eftir tveggja mánaða taktleysi fannst loks laus tími fyrir rafvendingu. Starfsfólk Hjartagáttar veitti fullkomna þjónustu og kom hjartanu í takt. Hjartalæknar eru vinsælir eins og rokkstjörnur, með einkarekna þjónustu á einkastofum. Þremur mánuðum eftir greininguna fékk ég loks tíma. Þá var ég dottinn úr takti í þriðja sinn. Ég var settur á hjartalyfið Tambocor sem hentar mínu hjartalagi vel og hef gengið í takt síðan. Að vísu þurfti ég að leggjast inn á hjartadeild fyrstu dagana og vera undir eftirliti, svo magnað er lyfið. Er einkavæðing betri? – Ef ég hefði þurft að bíða eftir mjólk í jafn langan tíma, þrjá mánuði, þá hefði hún súrnað. Ef einstaklingur svarar ekki lyfjagjöf þá er til lausn. Brenna fyrir aukaboðleiðir í hjarta. En vandamálið er biðlisti upp á tvö ár. Takist vel til, þá er hægt að losna við lyf. Öflug forvörn og fjárfesting í mannauði. Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun og kærleik. Þegar reynir á heilbr1igðiskerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt besta. Við skulum vona að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og aðrar norrænar þjóðir búa við til að vernda okkar mikilvægustu eign, heilsuna. Skrifað á fyrsta degi endurreisn.is
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun