Trump hundsar kappræður Fox og Google Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 15:15 Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira