Innlent

Flugvirkjaverkfall farið að bíta

Verkfall flugvirkja hjá samgöngustofu er farið að hafa veruleg áhrif á flugrekendur í landinu, en þeir fara yfir allar nýjar vélar sem bætast í flotann og veita heimildir til skráningar á þeim. Ein flugvél frá flugfélaginu Erni fær ekki loftfærisskírteini vegna þessa, tafir eru að verða á afhendingu Bombardier vélanna þriggja, sem Flugfélag Íslands er að kaupa, og allt stefnir í að koma þriggja þotna inn í flugflota Wow Air , sé að verða í uppnámi.

Sex flugvirkjar starfa hjá Samgöngustofu og hafa þeir vreið í verkfalli síða ellefta janúar. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×