Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Bjarki Ármannsson skrifar 25. janúar 2016 23:52 Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist, þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar hans í kosningabaráttunni. Helst hefur Trump vakið athygli fyrir það að heita að meina öllum múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum tímabundið ef hann nær kjöri. Blaðamaður New Yorker greinir svo í nýjasta tímariti blaðsins frá því að Trump hafi lofað því að ráðast gegn konum og börnum hryðjuverkamanna á fundi með stuðningsmönnum sínum í desember. Stuttu fyrir fundinn, sem fór fram í Mesa í Arizona-ríki, hafði Trump lýst því yfir í fjölmiðlum að til að stöðva hryðjuverkamenn sem gætu mögulega gert árás á Bandaríkin þyrfti að ráðast gegn (e. take out) fjölskyldur þeirra. Sjónvarpsmaðurinn Bill O‘Reilly bar þá spurningu upp við Trump á fundinum hvort hann myndi í alvörunni kalla eftir drápi kvenna og barna ef hann yrði forseti. Að því er greint er frá í New Yorker, svaraði Trump því einfaldlega að hann myndi ganga mjög langt. Við þetta brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. „„Yeah baby,“ öskraði einn maður nærri mér,“ segir í frásögn blaðamannsins Ryan Lizza. „Aldrei áður hef ég verið viðstaddur stjórnmálasamkomu þar sem fólk klappar fyrir morði á konum og börnum.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17 Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda í Bandaríkjunum nú þegar stutt er í að forval Repúblikanaflokksins hefjist, þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar hans í kosningabaráttunni. Helst hefur Trump vakið athygli fyrir það að heita að meina öllum múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum tímabundið ef hann nær kjöri. Blaðamaður New Yorker greinir svo í nýjasta tímariti blaðsins frá því að Trump hafi lofað því að ráðast gegn konum og börnum hryðjuverkamanna á fundi með stuðningsmönnum sínum í desember. Stuttu fyrir fundinn, sem fór fram í Mesa í Arizona-ríki, hafði Trump lýst því yfir í fjölmiðlum að til að stöðva hryðjuverkamenn sem gætu mögulega gert árás á Bandaríkin þyrfti að ráðast gegn (e. take out) fjölskyldur þeirra. Sjónvarpsmaðurinn Bill O‘Reilly bar þá spurningu upp við Trump á fundinum hvort hann myndi í alvörunni kalla eftir drápi kvenna og barna ef hann yrði forseti. Að því er greint er frá í New Yorker, svaraði Trump því einfaldlega að hann myndi ganga mjög langt. Við þetta brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra. „„Yeah baby,“ öskraði einn maður nærri mér,“ segir í frásögn blaðamannsins Ryan Lizza. „Aldrei áður hef ég verið viðstaddur stjórnmálasamkomu þar sem fólk klappar fyrir morði á konum og börnum.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17 Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Hagræddu sannleikanum að venju Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær þar sem sjö fylgismestu frambjóðendur Repúblikana deildu. 15. janúar 2016 11:00
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Palin styður framboð Trump Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni, er áhrifamesti einstaklingurinn innan Repúblikanaflokksins sem lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda. 19. janúar 2016 22:17
Ræða að banna Trump Breskir þingmenn deila nú um að meina Donald Trump að koma til Bretlands vegna ummæla hans og tillagna. 18. janúar 2016 18:19