Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Kristinn Ingvarsson Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira