Segir að auka þurfi landsframleiðsluna svo hægt sé að veita meira fé í heilbrigðismál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“ Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55