Áhorfendur gengu út af nýjustu mynd Daniel Radcliffe þar sem hann leikur prumpandi lík Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2016 09:57 Paul Dano og Daniel Radcliffe í hlutverkum sínum í Swiss Army Man. Vísir/Imdb „Að geta látið fólki líða svona óþægilega er frábært,“ segir leikarinn Daniel Radcliffe um hlutverk sitt í kvikmyndinni Swiss Army Man sem er ein umtalaðasta kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Sundance í Bandaríkjunum um liðna helgi. Fyrir frumsýningu á myndinni voru ótal margir gestir hátíðarinnar sem reyndu að komast á hana en urðu frá að hverfa síðastliðið föstudagskvöld. Svo fór að hundruð áhorfenda gengu út af myndinni. „Það er ágætt að vera umdeildur,“ sagði Radcliffe um hlutverkið við bandaríska fjölmiðilinn The Wrap en hann hefur unnið að því í nokkurn tíma að losa sig undan barnastjörnustimplinum eftir að hafa varið meirihluta ævi sinnar í að leika galdrastrákinn Harry Potter í samnefndum kvikmyndum sem byggðar eru á skáldsögum rithöfundarins J.K. Rowling. Myndin fjallar um Hank, leikinn af Paul Dano, sem er áhorfendur sjá fyrst á eyðieyju þar sem hann er í þann mund að fara að hengja sig. Hann hættir hins vegar þegar hann sér líkið sem Daniel Radcliffe leikur þeysast í flæðarmálinu í krafti viðreksturs. Í myndinni eru að finna löng samtöl um sjálfsfróun, einangrun og tilgang lífsins. Þá má einnig sjá atriði þar sem karakter Danos kyssir líkið sem Radcliffe leikur en einn af bröndurunum sem gengur í gegnum myndin er holdris sem líkið viðheldur. „Þetta tækifæri að fá að leika dauða manneskju var of gott til að sleppa því,“ sagði Radcliffe á blaðamannafundi um hlutverkið. „Persónan mína, Hank, klýfur öldurnar á líkinu sem Daniel Radcliffe leikur eins og það væri nokkurs konar mennsk sæþota. Fyrir mér er það bráðsnjallt. Ég vil vera sá sem gerir þetta, ég vil ekki að nokkur annar ferðist í krafti viðreksturs,“ sagði Dano. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Að geta látið fólki líða svona óþægilega er frábært,“ segir leikarinn Daniel Radcliffe um hlutverk sitt í kvikmyndinni Swiss Army Man sem er ein umtalaðasta kvikmyndin sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Sundance í Bandaríkjunum um liðna helgi. Fyrir frumsýningu á myndinni voru ótal margir gestir hátíðarinnar sem reyndu að komast á hana en urðu frá að hverfa síðastliðið föstudagskvöld. Svo fór að hundruð áhorfenda gengu út af myndinni. „Það er ágætt að vera umdeildur,“ sagði Radcliffe um hlutverkið við bandaríska fjölmiðilinn The Wrap en hann hefur unnið að því í nokkurn tíma að losa sig undan barnastjörnustimplinum eftir að hafa varið meirihluta ævi sinnar í að leika galdrastrákinn Harry Potter í samnefndum kvikmyndum sem byggðar eru á skáldsögum rithöfundarins J.K. Rowling. Myndin fjallar um Hank, leikinn af Paul Dano, sem er áhorfendur sjá fyrst á eyðieyju þar sem hann er í þann mund að fara að hengja sig. Hann hættir hins vegar þegar hann sér líkið sem Daniel Radcliffe leikur þeysast í flæðarmálinu í krafti viðreksturs. Í myndinni eru að finna löng samtöl um sjálfsfróun, einangrun og tilgang lífsins. Þá má einnig sjá atriði þar sem karakter Danos kyssir líkið sem Radcliffe leikur en einn af bröndurunum sem gengur í gegnum myndin er holdris sem líkið viðheldur. „Þetta tækifæri að fá að leika dauða manneskju var of gott til að sleppa því,“ sagði Radcliffe á blaðamannafundi um hlutverkið. „Persónan mína, Hank, klýfur öldurnar á líkinu sem Daniel Radcliffe leikur eins og það væri nokkurs konar mennsk sæþota. Fyrir mér er það bráðsnjallt. Ég vil vera sá sem gerir þetta, ég vil ekki að nokkur annar ferðist í krafti viðreksturs,“ sagði Dano.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira