Wenger: Arsenal-liðið var fórnarlamb Diego Costa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 09:08 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt pirringi sínum út í Diego Costa eftir 1-0 tap Arsenal á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Diego Costa, fiskaði Per Mertesacker útaf með rautt spjald og skoraði síðan eina mark leiksins skömmu síðar. Allt þetta gerðist í fyrri hálfleiknum og tíu leikmönnum Arsenal tókst ekki að fá neitt út úr leiknum. „Costa hefur fiskað tvö rauð spjöld á okkar leikmenn í síðustu tveimur leikjum okkar við Chelsea," sagði Arsene Wenger eftir leikinn. „Var þetta rétt eða röng ákvörðun? Ég veit það ekki. Þetta var samt staðreynd án þess að ég sé að saka hann um eitthvað," sagði Wenger. Diego Costa var einnig í aðalhlutverki þegar Gabriel fékk rauða spjaldið í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 2-0 í september. Rauða spjaldið á Gabriel kom eftir að upp úr sauð eftir að Diego Costa beitti ljótum brögðum gegn Laurent Koscielny. Diego Costa hékk inn á vellinum en fékk seinna þriggja leikja bann fyrir framgöngu sína. Arsenal hefur fengið þrjú rauð spjöld á tímabilinu en þau hafa öll komið í leikjum á móti Chelsea-liðinu. Chelsea hefur ekki unnið alltof marga leiki á tímabilinu en liðið er með fullt hús á móti meistaraefnunum í Arsenal. Diego Costa fiskaði rauða spjaldið á Mertesacker strax á 18. mínútu leiksins. Santi Cazorla fékk líka rautt spjald í fyrri leiknum eins og Gabriel. „Ég veit ekki hvort Diego Costa var rangstæður eða ekki eða hvort að Per Mertesacker hafi yfir höfuð snert hann. Við urðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram sem og við gerðum," sagði Wenger. „Dómarinn var mjög fljótur að rífa upp rauða spjaldið. Við unnum vel út úr okkar slæmu stöðu og áttum skiljið að minnsta kosti jafntefli. Við fengum færi og vorum einbeittir. Stundum getur þú hrósað leikmönnum fyrir frammistöðuna þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagð Wenger. Wenger sagði að Diego Costa hafi gert eins mikið út úr þessu og hann gat. „Diego Costa er góður í því," sagði Wenger. Guus Hiddink, stjóra Chelsea, fannst þetta aftur á móti vera augljóst brot og rautt spjald. Það er hægt að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir ofan.Diego Costa engist um eftir brot Per Mertesacker.Vísir/GettyDiego Costa fagnar sigurmarki sínu.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45 Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45 John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik. 24. janúar 2016 17:45
Zouma: Héldum að titilvörnin yrði auðveldari Kurt Zouma, varnarmaður Chelsea, segir að leikmenn þeirra bláklæddu hafi haldið að titilvörnin yrði léttari. Chelsea er í fjórtánda sæti, nítján stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti, en liðin mætast í dag. 24. janúar 2016 13:45
John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti. 24. janúar 2016 18:45