NBA: Toronto Raptors nú búið að vinna átta leiki í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:32 Kyle Lowry. Vísir/Getty Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.Kyle Lowry skoraði 21 stig og Litháinn Jonas Valanciunas var með 20 stig þegar Toronto Raptors vann 112-94 heimasigur á Los Angeles Clippers. DeMar DeRozan og Terrence Ross bættu báðir við 18 stigum í þessum áttunda sigri Toronto-liðsins í röð. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar hjá Los Angeles Clippers og DeAndre Jordan var með 15 stig og 13 fráköst. Þetta er lengsta sigurganga Toronto Raptors á tímabilinu og sú önnur lengsta í sögu félagsins en Toronto Raptors vann níu leiki í röð með Vince Carter í fararbroddi tímabilið 2001-02.Brook Lopez var með 31 stig og 10 fráköst þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder 116-106 en Thunder-liðið var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð. Kevin Durant (32 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar) og Russell Westbrook (27 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar) skiluðu báðir flottum tölum en það var ekki nóg. Miðherjinn Steven Adams gat ekki verið með og Brook Lopez nýtti sér það.Jae Crowder og Isaiah Thomas skoruðu báðir 20 stig þegar Boston Celtics vannn 112-92 sigur á Philadelphia 76ers. Avery Bradley var með 19 stig og Marcus Smart skoraði 16 stig í fimmta sigri Boston í síðustu sjö leikjum.James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann 115-104 heimasigur á Dallas Mavericks. Harden var með 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum en Trevor Ariza var stigahæstur í Houston-liðinu með 29 stig. Chandler Parsons skoraði mest fyrir Dallas eða 31 stig en liðið tapaði þarna öðrum leiknum sínum í röð.Öll úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Houston Rockets - Dallas Mavericks 115-104 Toronto Raptors - Los Angeles Clippers 112-94 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 92-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 116-106Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.Kyle Lowry skoraði 21 stig og Litháinn Jonas Valanciunas var með 20 stig þegar Toronto Raptors vann 112-94 heimasigur á Los Angeles Clippers. DeMar DeRozan og Terrence Ross bættu báðir við 18 stigum í þessum áttunda sigri Toronto-liðsins í röð. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar hjá Los Angeles Clippers og DeAndre Jordan var með 15 stig og 13 fráköst. Þetta er lengsta sigurganga Toronto Raptors á tímabilinu og sú önnur lengsta í sögu félagsins en Toronto Raptors vann níu leiki í röð með Vince Carter í fararbroddi tímabilið 2001-02.Brook Lopez var með 31 stig og 10 fráköst þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder 116-106 en Thunder-liðið var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð. Kevin Durant (32 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar) og Russell Westbrook (27 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar) skiluðu báðir flottum tölum en það var ekki nóg. Miðherjinn Steven Adams gat ekki verið með og Brook Lopez nýtti sér það.Jae Crowder og Isaiah Thomas skoruðu báðir 20 stig þegar Boston Celtics vannn 112-92 sigur á Philadelphia 76ers. Avery Bradley var með 19 stig og Marcus Smart skoraði 16 stig í fimmta sigri Boston í síðustu sjö leikjum.James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann 115-104 heimasigur á Dallas Mavericks. Harden var með 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum en Trevor Ariza var stigahæstur í Houston-liðinu með 29 stig. Chandler Parsons skoraði mest fyrir Dallas eða 31 stig en liðið tapaði þarna öðrum leiknum sínum í röð.Öll úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Houston Rockets - Dallas Mavericks 115-104 Toronto Raptors - Los Angeles Clippers 112-94 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 92-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 116-106Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn