Viðskipti innlent

Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda.
Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. Vísir/Vilhelm
Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar Group, og Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar Group og bandarískra fjárfestingasjóða hefur keypt um 46 prósent hlut BG12 í breska félaginu Bakkavor Group Ltd. 

Þetta kemur fram í frá tilkynningu BG12. Stærstu eigendur BG12 eru Arion banki, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður ásamt fleiri lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Sameinaði lífeyrissjóðurinn og dótturfélag Klakka selja jafnframt sinn 5% hlut í Bakkavor Group og kaupendur skuldbinda sig til að leggja fram kauptilboð í alla aðra útistandandi hluti í félaginu, rétt um 11%, á sömu kjörum.

Bræðurnir áttu fyrir um 38% í Bakkavor Group. Söluverð hlutar BG12 er rúmir 147 milljónir punda eða 27,4 milljarðar íslenskra króna. Miðað við það er heildarverðmæti hlutafjár Bakkavarar Group um 320 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×