Stefni á Ólympíuleikana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Hafdís og Aníta máttu vera kátar með afrakstur helgarinnar. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira