Árni Páll segir samning um sjúkrahótel hafa verið sniðinn að þörfum eigenda en ekki þjóðarinnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. janúar 2016 14:40 „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ spyr Árni Páll. Vísir/Pjetur „Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum. Stjórnmálavísir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum.
Stjórnmálavísir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira