Takmarkað svigrúm til að gera breytingar á húsnæðisfrumvörpunum Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 12:32 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira