Enski boltinn

Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið

Diego Costa tryggði Chelsea sigur á Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-0, en eina markið kom í fyrri hálfleik.

Costa var heldur betur í sviðsljósinu í dag. Hann fiskaði rautt spjald á átjándu mínútu þegar Per Mertesacker tæklaði Costa sem var við það að sleppa í gegn. Mark Clattenburg gat lítið annað gert en vikið Þjóðverjanum af velli.

Fimm mínútum síðar eða á 23. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins. Branislav Ivanovic átti þá góða sendingu frá hægri og Diego Costa mætti á nærstöngina og kláraði færið vel.

Mathieu Flamini fékk gott tækifæri undir lok hálfleiksins til að jafna, en brást bogalistinn. Í síðari hálfleik reyndu Arsenal-menn og reyndu til að jafna, en fengu ekki mörg opin færi til þess að jafna. Þéttur varnarmúr Chelsea hélt.

Lokatölur urðu því 0-0 og Arsenal ekki tekist að skora á Chelsea síðustu 572 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hoppar upp í þrettánda sætið með sigrinum, en þeir eru með 28 stig. Arsenal er í þriðja sætinu með 44 stig - þremur á eftir toppliði Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×