Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 17:36 Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Vísir/Vilhelm Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016 Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016
Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00