Naumur tími til að bjarga Schengen Una Sighvatsdóttir skrifar 22. janúar 2016 20:45 Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. Hugo Brady er sérfræðingur við Evrópustofnun London School of Economics en starfar einnig sem ráðgjafi Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Brady flutti erindi um flóttamannavanda Evrópu á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar í dag þar sem hann sagði hinn sögulega fjölda hælisleitenda hafa afhjúpað veikleika opnu samfélagi Evrópu. Þrýstingurinn á yfirþjóðlegar stofnanir Evrópu að bregðast við hafi vaxið enn frekar eftir árásirnar í Köln í Þýskalandi á nýársnótt. „Við sjáum núna almenningsálitið flökta milli samúðar annars vegar og óvissu eða kvíða hinsvegar eftir árásirnar í Köln. Það eru atburðir sem ég tel að sýni svo ekki verður um villst að það fylgja vandamál svona tilviljanakenndum fólksflutningum yfir landamæri, þar sem við getum ekki greint hver er hælisleitandi og hver ekki, af hvaða þjóðerni eða uppruna. Ríki Evrópu þurfa bæði tíma og úrræði til þess að gera nýjum borgurum kleift að aðlagast, og þau þurfa að geta haft einhverja stjórn yfir því á móti hverjum þau taka," segir Brady. Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og enn kom um 3000 manns á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Löndin sem mest mæðir á anna ekki eftirliti með landamærunum.6 til 8 vikur til stefnu Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og sló októbermánuður öll met, eftir að Angela Merkel tilkynnti að Þýskaland tæki stríðshrjáðum Sýrlendingum opnum örmum. Straumurinn hefur verið stöðugur síðan og aðeins dregið lítillega úr honum yfir vetrarmánuðina, en að jafnaði koma enn um þrjú þúsund flóttamenn á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Brady segir alveg ljóst að þau ríki sem mæðir mest á geti ekki sinnt landamæraeftirliti sem skildi. Fyrir vikið segja margir að Schengen samstarfið sé fallið um sjálft sig. Aðspurður játar Brady því að naumur tími sé til stefnu áður en varanlegir brestir geti komið í Schengen samstarfið. „Mark Rutte [forsætisráðherra Hollands], sem fer nú með forsæti ráðs Evrópusambandsins, hefur sagt að við höfum núna 6-8 vikur til þess að bjarga Schengen í núverandi mynd, vegna þess að allar líkur eru á því að flóttamannastraumurinn aukist aftur með vorinu. Ég held að það sé á engan hátt umdeilanlegt þótt ég segi að kerfið getur ekki haldið áfram með óbreyttum hætti, án þess að koma einhverjum böndum á flóttamannastrauminn. Svo ég tek algjörlega undir það sem Rutte segir, við verðum að nýta tímann núna til að tryggja stefna okkar í málefnum flóttafólks virki."Örlítið hefur dregið úr flótta Sýrlendinga yfir hörðustu vetrarmánuðina en þó minna en menn áttu von á, að sögn Brady. Búist er við því að straumurinn til Evrópu nái fyrri hæðum aftur frá og með marsmánuði.Bæði dýrt og erfitt að leggja Schengen af Sjálfur telur Brady æskilegt að Schengen samstarfinu verði bjargað enda færu miklir hagsmunir forgörðum ef Schengen myndi leysast upp. „Ef við lítum á það frá sjónarhorni Íslands þá myndi það fyrir það fyrsta hafa mikil áhrif á flæði ferðamanna. Allar hagfræðirannsóknir benda til þess að sé landamæraeftirlit tekið upp að nýju, þótt það virðist smávægilegt, þá hafi það slæm áhrif á ferðaþjónustu, ekki síst auðvitað á meginlandinu ef þar verða umferðarteppur á öllum landamærum." Auk þess tæki það langan tíma og mikinn tilkostnað að koma fullu landamæraeftirliti á aftur um alla álfuna, sem í ofanálag myndi draga úr atvinnutækifærum fólks eins og þegar hefur sést í Danmörku og Svíþjóð eftir að vegabréfaeftirlit hófst á Eyrarsundsbrúnni. Jean-Clauda Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í vikunni að það myndi kosta um 3 milljarða evra á ári að koma á eftirliti á innri landamærum Evrópu. Brady segir það því þess virði að Evrópulönd geri hvað þau geti til að bjarga Schengen. „Ég held bara að Schengen sé of gagnlegt til hætta því og í ofanálag að það sé einfaldlega allt of erfitt snúa af þeirri braut og taka aftur upp fyrri hátt." Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. Hugo Brady er sérfræðingur við Evrópustofnun London School of Economics en starfar einnig sem ráðgjafi Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Brady flutti erindi um flóttamannavanda Evrópu á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar í dag þar sem hann sagði hinn sögulega fjölda hælisleitenda hafa afhjúpað veikleika opnu samfélagi Evrópu. Þrýstingurinn á yfirþjóðlegar stofnanir Evrópu að bregðast við hafi vaxið enn frekar eftir árásirnar í Köln í Þýskalandi á nýársnótt. „Við sjáum núna almenningsálitið flökta milli samúðar annars vegar og óvissu eða kvíða hinsvegar eftir árásirnar í Köln. Það eru atburðir sem ég tel að sýni svo ekki verður um villst að það fylgja vandamál svona tilviljanakenndum fólksflutningum yfir landamæri, þar sem við getum ekki greint hver er hælisleitandi og hver ekki, af hvaða þjóðerni eða uppruna. Ríki Evrópu þurfa bæði tíma og úrræði til þess að gera nýjum borgurum kleift að aðlagast, og þau þurfa að geta haft einhverja stjórn yfir því á móti hverjum þau taka," segir Brady. Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og enn kom um 3000 manns á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Löndin sem mest mæðir á anna ekki eftirliti með landamærunum.6 til 8 vikur til stefnu Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og sló októbermánuður öll met, eftir að Angela Merkel tilkynnti að Þýskaland tæki stríðshrjáðum Sýrlendingum opnum örmum. Straumurinn hefur verið stöðugur síðan og aðeins dregið lítillega úr honum yfir vetrarmánuðina, en að jafnaði koma enn um þrjú þúsund flóttamenn á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Brady segir alveg ljóst að þau ríki sem mæðir mest á geti ekki sinnt landamæraeftirliti sem skildi. Fyrir vikið segja margir að Schengen samstarfið sé fallið um sjálft sig. Aðspurður játar Brady því að naumur tími sé til stefnu áður en varanlegir brestir geti komið í Schengen samstarfið. „Mark Rutte [forsætisráðherra Hollands], sem fer nú með forsæti ráðs Evrópusambandsins, hefur sagt að við höfum núna 6-8 vikur til þess að bjarga Schengen í núverandi mynd, vegna þess að allar líkur eru á því að flóttamannastraumurinn aukist aftur með vorinu. Ég held að það sé á engan hátt umdeilanlegt þótt ég segi að kerfið getur ekki haldið áfram með óbreyttum hætti, án þess að koma einhverjum böndum á flóttamannastrauminn. Svo ég tek algjörlega undir það sem Rutte segir, við verðum að nýta tímann núna til að tryggja stefna okkar í málefnum flóttafólks virki."Örlítið hefur dregið úr flótta Sýrlendinga yfir hörðustu vetrarmánuðina en þó minna en menn áttu von á, að sögn Brady. Búist er við því að straumurinn til Evrópu nái fyrri hæðum aftur frá og með marsmánuði.Bæði dýrt og erfitt að leggja Schengen af Sjálfur telur Brady æskilegt að Schengen samstarfinu verði bjargað enda færu miklir hagsmunir forgörðum ef Schengen myndi leysast upp. „Ef við lítum á það frá sjónarhorni Íslands þá myndi það fyrir það fyrsta hafa mikil áhrif á flæði ferðamanna. Allar hagfræðirannsóknir benda til þess að sé landamæraeftirlit tekið upp að nýju, þótt það virðist smávægilegt, þá hafi það slæm áhrif á ferðaþjónustu, ekki síst auðvitað á meginlandinu ef þar verða umferðarteppur á öllum landamærum." Auk þess tæki það langan tíma og mikinn tilkostnað að koma fullu landamæraeftirliti á aftur um alla álfuna, sem í ofanálag myndi draga úr atvinnutækifærum fólks eins og þegar hefur sést í Danmörku og Svíþjóð eftir að vegabréfaeftirlit hófst á Eyrarsundsbrúnni. Jean-Clauda Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í vikunni að það myndi kosta um 3 milljarða evra á ári að koma á eftirliti á innri landamærum Evrópu. Brady segir það því þess virði að Evrópulönd geri hvað þau geti til að bjarga Schengen. „Ég held bara að Schengen sé of gagnlegt til hætta því og í ofanálag að það sé einfaldlega allt of erfitt snúa af þeirri braut og taka aftur upp fyrri hátt."
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira