Krakkarnir þekkja Eygló núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, keppir í kvöld á sínu fyrsta móti á árinu þegar sundmót Reykjavíkurleikanna hefst í Laugardalslaug. vísir/Stefán Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins. Sund Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins.
Sund Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira