Innlent

Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börnin renndu sér á sleða í snjónum á Akureyri í gær.
Börnin renndu sér á sleða í snjónum á Akureyri í gær. mynd/rauði krossinn
Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni.

Meðfylgjandi mynd birti Rauði krossinn á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að Rauði krossinn í Eyjafirði hafi boðið flóttafólkið frá Sýrlandi í mat í húsnæði sínu í gær, ásamt sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum og fulltrúm Akureyrarbæjar. Þá voru einnig stuðningsfjölskyldur flóttafólksins á staðnum.

Alls voru 35 flóttamenn í hópnum sem kom hingað á þriðjudag. Um sex fjölskyldur er að ræða og setjast fjórar þeirra að á Akureyri og tvær í Kópavogi.

Rauði krossinn í Eyjafirði bauð flóttafólkið frá Sýrlandi í mat í húsnæði sínu í gær ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins...

Posted by Rauði krossinn on Thursday, 21 January 2016

Tengdar fréttir

Flóttabörnin örþreytt en glöð

Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra.

Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna

Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×