Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 11:06 Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira