Frönsk tímaskekkja Atli Sigurjónsson skrifar 21. janúar 2016 11:30 Franska kvikmyndin Babysitting 2 er opnunarmynd Franskrar kvikmyndarhátíðar í ár. Kvikmyndir Babysitting 2/Út og suður Leikstjórar: Philippe Lacheau, Nicolas Benamou Aðalleikarar: Philippe Lacheau, Alice David, Vincent Desagnat Út og suður, opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar í ár, er ærslafull gamanmynd sem segir frá Franck nokkrum sem fer í skemmtiferð til Brasilíu með kærustunni og nokkrum vinum. Franck ætlar sér að biðja um hönd kærustunnar, en ákveðnir atburðir fylla hann efasemdum og hann fer í frumskógarævintýri með félögunum til að drekkja sorgum sínum. En þeir enda á að villast í frumskóginum og hefst þá mikið ævintýri. Á frummálinu er Út og suður titluð Babysitting 2 þar sem hún er framhald af myndinni Babysitting. Það er eilítið furðulegt að þessi mynd sé sýnd hér í bíó þótt fyrsta myndin hafi aldrei verið sýnd hérlendis en þegar horft er á hana kemur það lítið að sök, myndin stendur að mestu á eigin fótum. En þótt það sé ekki ruglingslegt að hafa ekki séð fyrstu myndina gengur Út og suður ekki upp að nokkru öðru leyti. Fyrir það fyrsta er enginn að passa börn í henni en helsta vandamál hennar er þó að hún er ekki vitund fyndin. Þótt hún sé frá árinu 2015 virðist húmorinn í henni hafa verið fluttur með tímavél frá 1970 þar sem hann gengur ítrekað út á það hvað það er ógeðslega fyndið að hafa samkynhneigðar kenndir og svo er hann stundum hreinlega rasískur. Hér eru brandarar um karlmenn í g-strengjum og karlmenn sem eru bitnir í klofið af eitruðum köngulóm og ristir það ekki dýpra en það. Myndin er eins og einn stór „gay-panic“ brandari. Ekki hjálpar að hún viðheldur líka afar íhaldssömum hugmyndum um kynin sem koma líka frá 1970 enda gengur söguþráður hennar að stóru leyti út á það að hetjan vill sanna fyrir ástinni sinni að hann geti verið sterkur karlmaður sem er fær um að vernda konuna sína. Karlarnir í þessari mynd eru eins stereótýpískir og hægt er, annaðhvort uppfullir af hormónum eða klaufskir aular, og konurnar eru litlu skárri og lítið meira en augnayndi sem þurfa karlmenn til að láta bjarga sér. Út og suður má líka vel kalla rasíska. Myndin gerist í Brasilíu en er nánast öll á frönsku og innfæddir koma hér aðallega fram sem eitthvað skraut í bakgrunninum og þeir Brasilíubúar sem fá stærsta hlutverkið hérna eru „villimenn“ úr frumskóginum með bein í gegnum nefið. Til viðbótar við allt þetta þá er Út og suður frekar illa gerð. Klippingin í myndinni er oft afkáraleg, myndatakan frekar flöt (miðað við að myndin gerist í hinu litríka landi Brasilíu) og tónlistin alveg skelfileg, allar „hjartnæmar“ senur í myndinni eru gerðar enn verri með tónlist sem hamrar rosalega mikið á því hvað áhorfandanum eigi að finnast. Það sem þessi mynd sannar er að Frakkar eru ekkert síðri í því að gera lélegar formúlumyndir en Bandaríkjamenn. Niðurstaða: Ófyndin, hómófóbísk og rasísk mynd sem virðist stöðnuð í húmor og siðferði frá 1970 eða svo, en eflaust mjög skemmtileg fyrir fólk sem elskar gamaldags hommagrín. Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir Babysitting 2/Út og suður Leikstjórar: Philippe Lacheau, Nicolas Benamou Aðalleikarar: Philippe Lacheau, Alice David, Vincent Desagnat Út og suður, opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar í ár, er ærslafull gamanmynd sem segir frá Franck nokkrum sem fer í skemmtiferð til Brasilíu með kærustunni og nokkrum vinum. Franck ætlar sér að biðja um hönd kærustunnar, en ákveðnir atburðir fylla hann efasemdum og hann fer í frumskógarævintýri með félögunum til að drekkja sorgum sínum. En þeir enda á að villast í frumskóginum og hefst þá mikið ævintýri. Á frummálinu er Út og suður titluð Babysitting 2 þar sem hún er framhald af myndinni Babysitting. Það er eilítið furðulegt að þessi mynd sé sýnd hér í bíó þótt fyrsta myndin hafi aldrei verið sýnd hérlendis en þegar horft er á hana kemur það lítið að sök, myndin stendur að mestu á eigin fótum. En þótt það sé ekki ruglingslegt að hafa ekki séð fyrstu myndina gengur Út og suður ekki upp að nokkru öðru leyti. Fyrir það fyrsta er enginn að passa börn í henni en helsta vandamál hennar er þó að hún er ekki vitund fyndin. Þótt hún sé frá árinu 2015 virðist húmorinn í henni hafa verið fluttur með tímavél frá 1970 þar sem hann gengur ítrekað út á það hvað það er ógeðslega fyndið að hafa samkynhneigðar kenndir og svo er hann stundum hreinlega rasískur. Hér eru brandarar um karlmenn í g-strengjum og karlmenn sem eru bitnir í klofið af eitruðum köngulóm og ristir það ekki dýpra en það. Myndin er eins og einn stór „gay-panic“ brandari. Ekki hjálpar að hún viðheldur líka afar íhaldssömum hugmyndum um kynin sem koma líka frá 1970 enda gengur söguþráður hennar að stóru leyti út á það að hetjan vill sanna fyrir ástinni sinni að hann geti verið sterkur karlmaður sem er fær um að vernda konuna sína. Karlarnir í þessari mynd eru eins stereótýpískir og hægt er, annaðhvort uppfullir af hormónum eða klaufskir aular, og konurnar eru litlu skárri og lítið meira en augnayndi sem þurfa karlmenn til að láta bjarga sér. Út og suður má líka vel kalla rasíska. Myndin gerist í Brasilíu en er nánast öll á frönsku og innfæddir koma hér aðallega fram sem eitthvað skraut í bakgrunninum og þeir Brasilíubúar sem fá stærsta hlutverkið hérna eru „villimenn“ úr frumskóginum með bein í gegnum nefið. Til viðbótar við allt þetta þá er Út og suður frekar illa gerð. Klippingin í myndinni er oft afkáraleg, myndatakan frekar flöt (miðað við að myndin gerist í hinu litríka landi Brasilíu) og tónlistin alveg skelfileg, allar „hjartnæmar“ senur í myndinni eru gerðar enn verri með tónlist sem hamrar rosalega mikið á því hvað áhorfandanum eigi að finnast. Það sem þessi mynd sannar er að Frakkar eru ekkert síðri í því að gera lélegar formúlumyndir en Bandaríkjamenn. Niðurstaða: Ófyndin, hómófóbísk og rasísk mynd sem virðist stöðnuð í húmor og siðferði frá 1970 eða svo, en eflaust mjög skemmtileg fyrir fólk sem elskar gamaldags hommagrín.
Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira