Erlent

Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrrverandi KGB-maðurinn var mikill andstæðingur Pútíns og hafði margoft gagnrýnt forsetann fyrir embættisverk hans.
Fyrrverandi KGB-maðurinn var mikill andstæðingur Pútíns og hafði margoft gagnrýnt forsetann fyrir embættisverk hans. Vísir/AFP
Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf líklegast grænt ljós á morðið á fyrrverandi leyniþjónustumanninum Aleksandr Litvinenko. Þetta er niðurstaða nýrrar breskrar skýrslu um morðið.

Fyrrverandi KGB-maðurinn var mikill andstæðingur Pútíns og hafði margoft gagnrýnt forsetann fyrir embættisverk hans.

Eitrað var fyrir hinum 43 ára Litvinenko þann 1. nóvember 2006 með geislavirka efninu pólon-210, en því hafði verið komið fyrir í tebolla sem hann drakk úr. Hann lést þann 23. nóvember sama ár.

Í frétt BBC kemur fram að opinber rannsókn á dauða Litvinenko hafi hafist í janúar á síðasta ári. Formaður rannsóknarnefndarinnar, Sir Robert Owen, sagði líklegt að Pútín hafi samþykkt það að drepa andstæðing sinn.

Tveir Rússar, Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun, hafa verið sakaðir um að drepa Litvinenko, en þeir neita þeim ásökunum. Owen segir líklegt að mennirnir hafi fylgt skipunum rússnesku leyniþjonustunnar.

Í hinni þrjú hundruð síðna löngu skýrslu segir Owen líkegt að bæði Pútín og Nikolai Patrushev, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafi átt líklegst lokaorðið um morðið á leyniþjónustumanninum fyrrverandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×