„Með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 14:22 Áætlað er að Costco opni við hlið Bónus í Kauptúni í Garðabæ síðar á þessu ári. vísir Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“ Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“
Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53
Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00
Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56