„Með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 14:22 Áætlað er að Costco opni við hlið Bónus í Kauptúni í Garðabæ síðar á þessu ári. vísir Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“ Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“
Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53
Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00
Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56