Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2016 14:00 Axel Karl leiddur fyrir dómara árið 2005 þegar hann var ákærður fyrir að ræna starfsmanni Bónus á Seltjarnarnesi. Vísir/GVA Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þremur mönnum fyrir aðild sína að ráni sem lýst hefur verið sem hrottalegu í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. Í ákærunni kemur fram að mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa í sameiningu skipulagt ránið á þeim forsendum að Axel og Ásgeir myndu koma þýfinu til Mikaels Más sem myndi greiða þeim fyrir í reiðufé og með fíkniefnum. Virðast þeir hafa skipulagt ránið að morgni og síðar sama dag látið til skarar skríða. Fóru Axel Karl og Ásgeir Heiðar vopnaðir exi annars vegar og neyðarhamri hins vegar í Gullsmiðjuna og hótuðu þar starfsmanni verlsunarinnar með því að Axel reiddi öxina til höggs og skipa henni að leggjast niður. Á meðan á Ásgeir að hafa brotið gler í afgreiðsluborði og útstillingarskápum verslunarinnar. Söfnuðu þeir saman skartgripunum í íþróttatösku og höfðu á brott með sér.Axel Karl skaut að lögreglumönnunum í Reykjanesbæ.Vísir/GVASkaut að fimm lögreglumönnum Óku þeir svo sem leið lá af vettvangi og að Grindavíkurafleggjaranum á Reykjanesbraut þar sem Mikael Már beið þeirra að því er segir í ákærunni. Var bíllinn, sem var stolinn, skilinn eftir þar og ekið á óþekktri bifreið til Keflavíkur þar sem Mikael Már á að hafa tekið við þýfinu gegn greiðslunni. Verðmæti þýfisins er áætlað 1,95 milljónir króna. Auk þess er Axel Karl ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en til vara hættubrot, brot gegn valdstjórninni, lögreglulagabrot, vopnalagabrot og brot með lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa um kvöldið í Reykjanesbæ beint loftskammbyssu að fimm lögreglumönnum og skotið að þeim. Þannig hafi Axel stefnt lífi eða heilsu þeirra í augljósan háska en auk þess skaut hann fleiri skotum úr loftskammbyssunni upp í loftið á hlaupum undan lögreglu. Fundust 60 grömm af amfetamíni á Axeli Karli við handtöku hans.Lögregla lýsti ráninu sem hrottalegu.VísirVerður yfir 100 daga í gæsluvarðhaldi Axel Karl var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. febrúar en málið verður þingfest þann 27. janúar næstkomandi í héraði. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í Keflavík eða í tæpa þrjá mánuði.Eins og Vísir hefur þegar greint frá var Mikael Már á reynslulausn þegar hann tók þátt í ráninu. Hæstiréttur úrskurðaði í janúar að Mikael Már skildi afplána 240 daga efstistöðvar af tveggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut í mars árið 2014. Ásgeir Heiðar hlaut síðast tuttugu mánaða dóm fyrir fjöldann allan af brotum á fíkniefna- og umferðarlögum auk ítrekaðs þjófnaðar. Á Ásgeir líkt og Axel Karl og Mikael Már langan brotaferli að baki.Lögregla hefur haft að hafa mikil afskipti af þremenningunum í gegnum árin. Brotaferill þeirra hófst þegar þeir voru ungir að árum.vísir/stefánMannrán og barsmíðar Axel Karl Gíslason, sem fæddur er árið 1989, hefur verið nefndur „yngsti mannræningi á Íslandi“ í fyrri fréttum. Er þar verið að vísa til þess þegar hann hlaut tveggja ára dóm fyrir að ræna starfsmanni Bónus á Seltjarnarnesi árið 2005, þá sextán ára gamall. Axel hlaut svo tuttugu mánaða dóm fyrir að skipuleggja innbrot á heimili úrsmiðs á áttræðisaldri á Seltjarnarnesi í maí 2009. Var úrsmiðurinn, sem var heima, sleginn í gólfið og höfðu ræningjarnir á brott með sér þýfi að verðmæti tvær milljónir króna. Þá hlaut Axel tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2010 fyrir að hafa gengið í skrokk á manni á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur fyrir utan heimili þeirra í Reykjanesbæ. Var dóttir mannsins að festa sex vikna gamalt barn í barnastól í bifreið sinni. Tilgangur árásarinnar mun hafa verið að finna barnabarn mannsins og ná út úr honum fé.Margir dómar Ásgeir Heiðar er fæddur árið 1982 og á langan brotaferil að baki. Hann hlaut átján mánaða fangelsisdóm bæði árið 2002 og 2003 fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum. Þá hlaut hann átta mánaða dóm fyrir þjófnað árið 2007. Hann hlaut tólf mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir fjársvik sem áttu sér stað nokkrum árum fyrr þar sem fjöldi manns kom við sögu og hlutu ellefu dóm. Sama ár hlaut hann annan átján mánaða fangelsisdóm.Mikael Már við málsmeðferð í fíkniefnamálinu 2006.VísirFjögurra ára dómur Mikael Már, sem fæddur er árið 1980, á sömuleiðis langan brotaferil að baki. Sex mánaða dóm fyrir rán árið 2002 og í framhaldinu átta og níu mánaða dóma, að mestu skilorðsbundna, fyrir brot á fíkniefnalögum og þjófnað. Árið 2004 hlaut hann átján mánaða dóm fyrir rán, þjófnað og brot á fíkniefnalögum. Mikael Már fékk fjögurra ára fangelsisdóm árið 2006 fyrir skipulagningu á innflutningi fíkniefna, rúmlega 400 gramma af kókaíni. Árið 2009 hlaut hann 15 mánaða dóm fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili manns í Reykjanesbæ, veist að honum með hnífi og þvingað hann á brott með sér í bíl til Reykjavíkur. Hótuðu þeir honum líkamsmeiðingum greiddi hann ekki ætlaða skuld. Málið yfir þremenningunum verður sem fyrr segir þingfest 27. janúar. Tengdar fréttir Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Maðurinn tók við þýfinu úr ráni sem framið var af tveimur mönnum, vopnuðum exi, í Gullsmiðjunni í október á síðasta ári. 7. janúar 2016 17:34 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þremur mönnum fyrir aðild sína að ráni sem lýst hefur verið sem hrottalegu í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. Í ákærunni kemur fram að mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa í sameiningu skipulagt ránið á þeim forsendum að Axel og Ásgeir myndu koma þýfinu til Mikaels Más sem myndi greiða þeim fyrir í reiðufé og með fíkniefnum. Virðast þeir hafa skipulagt ránið að morgni og síðar sama dag látið til skarar skríða. Fóru Axel Karl og Ásgeir Heiðar vopnaðir exi annars vegar og neyðarhamri hins vegar í Gullsmiðjuna og hótuðu þar starfsmanni verlsunarinnar með því að Axel reiddi öxina til höggs og skipa henni að leggjast niður. Á meðan á Ásgeir að hafa brotið gler í afgreiðsluborði og útstillingarskápum verslunarinnar. Söfnuðu þeir saman skartgripunum í íþróttatösku og höfðu á brott með sér.Axel Karl skaut að lögreglumönnunum í Reykjanesbæ.Vísir/GVASkaut að fimm lögreglumönnum Óku þeir svo sem leið lá af vettvangi og að Grindavíkurafleggjaranum á Reykjanesbraut þar sem Mikael Már beið þeirra að því er segir í ákærunni. Var bíllinn, sem var stolinn, skilinn eftir þar og ekið á óþekktri bifreið til Keflavíkur þar sem Mikael Már á að hafa tekið við þýfinu gegn greiðslunni. Verðmæti þýfisins er áætlað 1,95 milljónir króna. Auk þess er Axel Karl ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en til vara hættubrot, brot gegn valdstjórninni, lögreglulagabrot, vopnalagabrot og brot með lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa um kvöldið í Reykjanesbæ beint loftskammbyssu að fimm lögreglumönnum og skotið að þeim. Þannig hafi Axel stefnt lífi eða heilsu þeirra í augljósan háska en auk þess skaut hann fleiri skotum úr loftskammbyssunni upp í loftið á hlaupum undan lögreglu. Fundust 60 grömm af amfetamíni á Axeli Karli við handtöku hans.Lögregla lýsti ráninu sem hrottalegu.VísirVerður yfir 100 daga í gæsluvarðhaldi Axel Karl var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12. febrúar en málið verður þingfest þann 27. janúar næstkomandi í héraði. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í Keflavík eða í tæpa þrjá mánuði.Eins og Vísir hefur þegar greint frá var Mikael Már á reynslulausn þegar hann tók þátt í ráninu. Hæstiréttur úrskurðaði í janúar að Mikael Már skildi afplána 240 daga efstistöðvar af tveggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut í mars árið 2014. Ásgeir Heiðar hlaut síðast tuttugu mánaða dóm fyrir fjöldann allan af brotum á fíkniefna- og umferðarlögum auk ítrekaðs þjófnaðar. Á Ásgeir líkt og Axel Karl og Mikael Már langan brotaferli að baki.Lögregla hefur haft að hafa mikil afskipti af þremenningunum í gegnum árin. Brotaferill þeirra hófst þegar þeir voru ungir að árum.vísir/stefánMannrán og barsmíðar Axel Karl Gíslason, sem fæddur er árið 1989, hefur verið nefndur „yngsti mannræningi á Íslandi“ í fyrri fréttum. Er þar verið að vísa til þess þegar hann hlaut tveggja ára dóm fyrir að ræna starfsmanni Bónus á Seltjarnarnesi árið 2005, þá sextán ára gamall. Axel hlaut svo tuttugu mánaða dóm fyrir að skipuleggja innbrot á heimili úrsmiðs á áttræðisaldri á Seltjarnarnesi í maí 2009. Var úrsmiðurinn, sem var heima, sleginn í gólfið og höfðu ræningjarnir á brott með sér þýfi að verðmæti tvær milljónir króna. Þá hlaut Axel tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2010 fyrir að hafa gengið í skrokk á manni á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur fyrir utan heimili þeirra í Reykjanesbæ. Var dóttir mannsins að festa sex vikna gamalt barn í barnastól í bifreið sinni. Tilgangur árásarinnar mun hafa verið að finna barnabarn mannsins og ná út úr honum fé.Margir dómar Ásgeir Heiðar er fæddur árið 1982 og á langan brotaferil að baki. Hann hlaut átján mánaða fangelsisdóm bæði árið 2002 og 2003 fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum. Þá hlaut hann átta mánaða dóm fyrir þjófnað árið 2007. Hann hlaut tólf mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir fjársvik sem áttu sér stað nokkrum árum fyrr þar sem fjöldi manns kom við sögu og hlutu ellefu dóm. Sama ár hlaut hann annan átján mánaða fangelsisdóm.Mikael Már við málsmeðferð í fíkniefnamálinu 2006.VísirFjögurra ára dómur Mikael Már, sem fæddur er árið 1980, á sömuleiðis langan brotaferil að baki. Sex mánaða dóm fyrir rán árið 2002 og í framhaldinu átta og níu mánaða dóma, að mestu skilorðsbundna, fyrir brot á fíkniefnalögum og þjófnað. Árið 2004 hlaut hann átján mánaða dóm fyrir rán, þjófnað og brot á fíkniefnalögum. Mikael Már fékk fjögurra ára fangelsisdóm árið 2006 fyrir skipulagningu á innflutningi fíkniefna, rúmlega 400 gramma af kókaíni. Árið 2009 hlaut hann 15 mánaða dóm fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili manns í Reykjanesbæ, veist að honum með hnífi og þvingað hann á brott með sér í bíl til Reykjavíkur. Hótuðu þeir honum líkamsmeiðingum greiddi hann ekki ætlaða skuld. Málið yfir þremenningunum verður sem fyrr segir þingfest 27. janúar.
Tengdar fréttir Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Maðurinn tók við þýfinu úr ráni sem framið var af tveimur mönnum, vopnuðum exi, í Gullsmiðjunni í október á síðasta ári. 7. janúar 2016 17:34 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Maðurinn tók við þýfinu úr ráni sem framið var af tveimur mönnum, vopnuðum exi, í Gullsmiðjunni í október á síðasta ári. 7. janúar 2016 17:34
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu Ógnuðu starfsmanni verslunarinnar í Hafnarfirði með bareflum og óku burt á bíl sem talinn er vera stolinn. 23. október 2015 08:18
Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“