Innlent

"Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“

Birgir Olgeirsson skrifar
ÁTVR segist hafa hagnast um 7.7 milljarða af rekstri sínum síðastliðin sex ár og greitt til ríkissjóðs um 7.1 milljarða á þeim tíma.
ÁTVR segist hafa hagnast um 7.7 milljarða af rekstri sínum síðastliðin sex ár og greitt til ríkissjóðs um 7.1 milljarða á þeim tíma. Vísir/GVA
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vill árétta að allt frá því að versluninni var komið á fót hefur hún verið rekin með hagnaði. Þetta kemur fram á vef ÁTVR í kjölfar ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í þættinum Brennslunni á FM957 í gær. Þar sagði Vigdís augljóst að það megi bæta rekstur ÁTVR. Hún sagði ríkið fá tekjur af áfengisgjaldinu, sem ÁTVR innheimtir í gegnum sölu á áfengi, en rekstur verslunarinnar sé ekki að skila arði til ríkisins.

ÁTVR segir í yfirlýsingu að hagnaðinum af versluninni hafi yfirleitt verið ráðstafað beint í ríkissjóði og lætur fylgja með töflu yfir árlegan hagnað síðustu sex ára og tilsvarandi greiðslur í ríkissjóð.

Samtals á þessum sex árum hefur ÁTVR hagnast um 7.7 milljarða af rekstri sínum og greitt til ríkissjóðs um 7.1 milljarða. Nánast allur rekstrarhagnaður ÁTVR er því greiddur beint til ríkissjóðs.

„Vangaveltur um að  rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast,“ segir á síður ÁTVR.

Sjálf hefur Vigdís tjáð sig um þessa tilkynningu frá ÁTVR á Facebook og má sjá skrif hennar hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×