Vígdis segir „bjórdílera“ dæmi um hvernig það sem er bannað fari undir yfirborðið Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2016 13:44 „Ég er orðin pínu leið á þessu því þetta í svo miklu málþófi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, um áfengisfrumvarpið í Brennslunni á FM957 í morgun. Vigdís sagði að búið væri að verja allt of miklu tíma í þetta mál og það væri kominn tími á að leggja það fyrir þingið og fá niðurstöðu.Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. „Við erum kosin þannig á þing, það er fulltrúalýðræði hérna og þá verðum við að sjá hvernig atkvæði liggja í stað að halda þinginu viku eftir viku eftir viku uppteknu af því að ræða þetta og við komum ekki þjóðþrifamálum á dagskrá,“ sagði Vigdís. Hún sagði ekki hafa gefið út hvort hún muni greiða með eða á móti frumvarpinu en sagðist skilja bæði sjónarmið, það er þeirra sem vilja vín í matvöruverslanir og þeirra sem vilja það ekki.Möguleiki á millileið „Ég held að það sé millileið þarna, ég tel að það sé hægt að taka þetta úr ríkisrekstri. Ríkið á ekki að standa í svona ríkisrekstri, koma þessu frekar í hendur einkaaðila en hafa þetta samt í sérvöruverslun, til að losa ríkið undan þessum rekstri,“ sagði Vigdís. Hún sagði áfengisgjaldið skila ríkinu tekjum en rekstur ÁTVR sé hins vegar oftast í kringum núllið. „Það er augljóst að það mætti bæta reksturinn. ÁTVR er ekki að skila arði til ríkisins, þá er þetta kannski betur komið í höndum einkaaðila,“ sagði Vigdís. „Gamli góði dílerinn var mættur í hús“ Annar af þáttastjórnendum Brennslunnar, Hjörvar Hafliðason, sagði sögu af því hver ein af birtingarmyndum þessa fyrirkomulags á áfengissölu hér á landi getur verið. Nágranni hans hafði bankað upp á á sunnudegi og spurt hvort hann ætti nokkuð bjór fyrir hann. Hjörvar svaraði neitandi en þá sagði nágranninn það vera í góðu lagi, hann gæti reddað þessu. Skömmu síðar tekur Hjörvar eftir bíl sem er ekið inn á bílaplanið. Það reyndist vera maður sem selur bjór til þeirra sem bráðvantar utan opnunartíma ÁTVR. „Hann var að versla sér bjór á Íslandi og gamli góði dílerinn var mættur hús,“ sagði Hjörvar sem lýsti „dílernum“ sem vinalegum náunga sem var með heimsendingu á bjór og gekk með hann upp nokkrar hæðir, alveg upp að dyrum nágrannans. Vigdís sagði þetta dæmi um að ef eitthvað er bannað, þá fer það undir yfirborðið.Þau voru þó öll, það er að segja Vigdís, Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson, að þau hefðu skilning á sjónarmiðum þeirra sem óttast afleiðingarnar ef sala á bjór verður leyfð í matvöruverslunum en töldu þó ákveðna millileið færa, það er að færa áfengissöluna úr ríkisrekstri í einkareknar sérvöruverslanir. Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Ég er orðin pínu leið á þessu því þetta í svo miklu málþófi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, um áfengisfrumvarpið í Brennslunni á FM957 í morgun. Vigdís sagði að búið væri að verja allt of miklu tíma í þetta mál og það væri kominn tími á að leggja það fyrir þingið og fá niðurstöðu.Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. „Við erum kosin þannig á þing, það er fulltrúalýðræði hérna og þá verðum við að sjá hvernig atkvæði liggja í stað að halda þinginu viku eftir viku eftir viku uppteknu af því að ræða þetta og við komum ekki þjóðþrifamálum á dagskrá,“ sagði Vigdís. Hún sagði ekki hafa gefið út hvort hún muni greiða með eða á móti frumvarpinu en sagðist skilja bæði sjónarmið, það er þeirra sem vilja vín í matvöruverslanir og þeirra sem vilja það ekki.Möguleiki á millileið „Ég held að það sé millileið þarna, ég tel að það sé hægt að taka þetta úr ríkisrekstri. Ríkið á ekki að standa í svona ríkisrekstri, koma þessu frekar í hendur einkaaðila en hafa þetta samt í sérvöruverslun, til að losa ríkið undan þessum rekstri,“ sagði Vigdís. Hún sagði áfengisgjaldið skila ríkinu tekjum en rekstur ÁTVR sé hins vegar oftast í kringum núllið. „Það er augljóst að það mætti bæta reksturinn. ÁTVR er ekki að skila arði til ríkisins, þá er þetta kannski betur komið í höndum einkaaðila,“ sagði Vigdís. „Gamli góði dílerinn var mættur í hús“ Annar af þáttastjórnendum Brennslunnar, Hjörvar Hafliðason, sagði sögu af því hver ein af birtingarmyndum þessa fyrirkomulags á áfengissölu hér á landi getur verið. Nágranni hans hafði bankað upp á á sunnudegi og spurt hvort hann ætti nokkuð bjór fyrir hann. Hjörvar svaraði neitandi en þá sagði nágranninn það vera í góðu lagi, hann gæti reddað þessu. Skömmu síðar tekur Hjörvar eftir bíl sem er ekið inn á bílaplanið. Það reyndist vera maður sem selur bjór til þeirra sem bráðvantar utan opnunartíma ÁTVR. „Hann var að versla sér bjór á Íslandi og gamli góði dílerinn var mættur hús,“ sagði Hjörvar sem lýsti „dílernum“ sem vinalegum náunga sem var með heimsendingu á bjór og gekk með hann upp nokkrar hæðir, alveg upp að dyrum nágrannans. Vigdís sagði þetta dæmi um að ef eitthvað er bannað, þá fer það undir yfirborðið.Þau voru þó öll, það er að segja Vigdís, Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson, að þau hefðu skilning á sjónarmiðum þeirra sem óttast afleiðingarnar ef sala á bjór verður leyfð í matvöruverslunum en töldu þó ákveðna millileið færa, það er að færa áfengissöluna úr ríkisrekstri í einkareknar sérvöruverslanir.
Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00