
Játningar nefndarmanns
Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að.
Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári.
Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar