Sport

Djokovic vann Opna ástralska í sjötta sinn | Jafnaði met Emerson

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Djokovic með verðlaunabikarinn fyrr í dag.
Djokovic með verðlaunabikarinn fyrr í dag. Vísir/getty
Serbinn Novak Djokovic sigraði breska tenniskappann Andy Murray í úrslitaleik Opna ástralska meistarmótsins í tennis en Djokovic vann úrslitaeinvígið nokkuð öruggt 3-0 (6:1, 7-5, 7-6).

Djokovic byrjaði leikinn vel og leiddi allt frá fyrstu mínútu en Murray náði sér ekki á strik í fyrsta settinu. Murray náði að halda í við Djokovic í öðru og þriðja settinu en náði ekki að stela setti og þurfti því að sætta sig við 0-3 tap.

Djokovic sem er efstur á heimslistanum í tennis var að tryggja sér titilinn í sjötta sinn en þetta var ellefta risamótið sem hann vinnur.

Jafnaði Djokovic með því met hins ástralska Roy Emerson sem stóð uppi sem sigurvegari sex sinnum á Opna ástralska mótinu á árunum 1961-1967.

Var þetta í fimmta skiptið sem hinn breski Murray tapaði í úrslitaleik Opna ástralska og annað árið í röð gegn Djokovic en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum á þessu sögufræga móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×