Erlent

Sir Terry Wogan fallinn frá

Bjarki Ármannsson skrifar
Sir Terry Wogan varð 77 ára.
Sir Terry Wogan varð 77 ára. Vísir/EPA
Breski fjölmiðlamaðurinn Sir Terry Wogan er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í nokkurn tíma.

Wogan stjórnaði þáttum í útvarpi og sjónvarpi í hálfa öld, þar á meðal sínum eigin spjallþætti hjá breska ríkisútvarpinu. Hann lýsti Eurovision-söngvakeppninni í mörg ár og kom Bretum af stað út í daginn með morgunþættinum vinsæla Wake up to Wogan.

Þá var hann virkur í góðgerðarstarfi og stýrði í mörg ár árlegum söfnunarþætti ríkisútvarpsins fyrir fötluð börn.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er meðal þeirra sem hafa vottað Wogan virðingu sína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×