Erlent

Ótrúlegt drónamyndband af eyðileggingu í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Eyðileggingin í Darayya er gífurleg.
Eyðileggingin í Darayya er gífurleg.
Borgin Darya hefur verið í haldi Nusra front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi, og stjórnarhers landsins til skiptis í nokkur ár. Nánast frá því að borgarastyrjöldin hófst þar í landi árið 2011 en borgin féll fyrst árið 2012. Síðan þá hafa fjölmargar árásir verið gerðar á borgina, bæði úr lofti og af jörðu niðri og hefur borgin orðið verulega illa úti.

Árið 2012 bárust fregnir af því að stjórnarherinn hefði myrt 400 manns í Darayya.

Rússneskt fyrirtæki sem tengist stjórnvöldum þar birti nýverið ótrúlega skýrt myndband af borginni og bardögum þar, sem sjá má hér að neðan.

Fjallað er um myndbandið á vef Business Insider en þar segir að RussiaWorks, fyrirtækið sem framleiddi myndbandið, sé reglulega að gera slík myndbönd sem notuð eru í áróðursskyni heimafyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×