Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 22:56 Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi.Fyrr í kvöld var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi, samkvæmt frétt á vef tímarits hersins, farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýli hersins hér á landi undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. „Þetta þýðir bara það að þeir þurfa, og eru tilbúnir til að kosta, breytingar á flugskýli til að geta notað þessar kafbátaleitavélar sem hafa haft viðkomu hér undanfarin tvö, þrjú ár,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir aukna umferð hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars á kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna. Það sé þó ljóst að breyta þurfi að minnsta kosti einu skýli til að geta tekið á móti P-8 vélum, nýjustu gerð slíkra véla.Í fréttinni á vef tímarits hersins segir að sjóherinn gæti í tíð og tíma komið upp einhverskonar langtíma könnunarverkefni (e. permanent patrol mission) hér á landi þar sem skipt væri um sveit flugvéla á hálfs árs fresti. „Við erum sífellt í sambandi við Bandaríkjamenn vegna öryggismála,“ segir Gunnar Bragi. „En ef að það á að gera eitthvað meira í Keflavík en að hafa þessar tímabundnu viðkomur sem eru reglulega, þá þarf það auðvitað að fara í viðræður milli landa. Og það hefur ekki verið opnað á neitt slíkt.“ Tengdar fréttir Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa átt sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi.Fyrr í kvöld var greint frá því að bandaríski sjóherinn hafi, samkvæmt frétt á vef tímarits hersins, farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýli hersins hér á landi undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. „Þetta þýðir bara það að þeir þurfa, og eru tilbúnir til að kosta, breytingar á flugskýli til að geta notað þessar kafbátaleitavélar sem hafa haft viðkomu hér undanfarin tvö, þrjú ár,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir aukna umferð hafa verið á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár, meðal annars á kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna. Það sé þó ljóst að breyta þurfi að minnsta kosti einu skýli til að geta tekið á móti P-8 vélum, nýjustu gerð slíkra véla.Í fréttinni á vef tímarits hersins segir að sjóherinn gæti í tíð og tíma komið upp einhverskonar langtíma könnunarverkefni (e. permanent patrol mission) hér á landi þar sem skipt væri um sveit flugvéla á hálfs árs fresti. „Við erum sífellt í sambandi við Bandaríkjamenn vegna öryggismála,“ segir Gunnar Bragi. „En ef að það á að gera eitthvað meira í Keflavík en að hafa þessar tímabundnu viðkomur sem eru reglulega, þá þarf það auðvitað að fara í viðræður milli landa. Og það hefur ekki verið opnað á neitt slíkt.“
Tengdar fréttir Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01